Skírnir - 01.01.1893, Blaðsíða 60
60
Þýzkaland.
allar breytingartillögur, sem gerðar höfðu verið við Jiað, og svo frumvarp-
ið sjálft, með miklum atkvæðamun. Þótti fylgismönnum þess það allilt og
tðku nú að hliðra heldur til, ef vera mætti að sættir gætu komizt á.
Huene, einn af helztu mönnum í miðflokknum, lagði fram miðlunarfrum-
varp, þar sem stungið var upp á, að þýzki herinn yrði 479,2k9 manns,
frá 1. oktðber 1893 til 31. marz 1899, og hafði stjórnin gengið að því,
en það var felt 6. maí og voru 182 atkvæði með frumvarpi Huene’s og
stjórninni, en 210 á móti.
Stjórnin sleit nú þinginu; skyldi efnt til nýrra kosninga og málið
lagt fyrir næsta þing.
Nú var haldinn hver fundurinn eptir annan út um alt land og gerðu
allir flokkarnir það sem þeir gátu til að fá menn í fylgi við sig, en ekki
tókst betur en svo, að ósamþykki kom upp í sumum flokkunum, einkum
frelsisflokknum og miðflokknum, og veiktust þeir því talsvert, en þeir sem
gengu úr þeim snérust í lið íreð stjórninni og varð henni þetta fyrir ári.
Jafningjar létu einna drýgilegast á undan kosningunum, enda hlektist
flokki þeirra ekkert á. Þeir fjölguðu um 9 við kosningarnar og eru nú
44 á þingi Þjóðverja.
Meðan stóð á þessum kosningarlátum notuðu blöð Bismarcks gamla
tækifærið til að snúa á Caprivi og stjórn hans. Þau sögðu að þetta á-
stand væri alt honum að kenna og auk þess væri varla vert að leggja
svona mikla áherzlu á herlagafrumvarpið. Það færi að vísu fram á að
auka herinn eða fjölga hermönnum, en á hinn bóginn stytti það hernáms-
tímann um heilt ár, og jafnaði þetta sig, svo nýju lögin yrðu næsta þýð-
ingarlítil, þótt þau kæmust á.
Þegar þing Þjóðverja kom saman aptur, var frumvarp Huene’s horið
upp að nýju og var það loksins samþykkt. 13. júlí var fyrsta greinin
samþykkt með 11 atkvæða mun; voru 198 atkvæði með, en 187 á móti.
«
15. júlí var frumvarpið samþykkt í heild sinni; greiddu 201 þingmenn at-
kvæði með því, en 186 á móti.
Keisarinn og liðar hans þóttust hafa veitt vel, en nú tók ekki betra
við, en það var að komast með góðu móti yfir fé það, sem þurfti til að
fylgju lögunum fram, 80 miljónir marka í eitt skipti fyiir öll og svo 65
miljónir marka á ári hverju; var nú ekki annars kostur en að leggja
nýja skatta á alþýðu, en hún var áður svo sköttum hlaðin, að varla mátti
á auka. Miquel fjármálaráðgjafl þýzka ríkisins stofnaði nú til fundar í
Frankfurt og komu þur saman fjármálaráðgjafar allra ríkjanna; fór hann