Skírnir - 01.01.1893, Blaðsíða 76
76
England.
Málið kom nú fyrir í neðri málstofunni og varð það úr, að stjðrninni var
falið á hendur að gera um málið; fékk Gladstone Rosebery lávarð til að
takast á hendur formannsstarf í gerðarnefndinni. Nefndin kom á sættum
til 1. febrúar 1894 og er talið að verkfallið endaði 17. nóvember; tóku
verkfallsmenn þá aptur til starfa og hefir síðan að mestu verið kyrt mill-
um þeirra og námaeigenda. E>ó varð verkfall meðal námamanna í Skot-
landi fyrra hluta af desember, en stóð ekki lengi.
Lítið ber á lögleysingjum á Bretlandi, en þó fara Bretar ckki alveg
varhluta af athæfi þeirra. 6. maí varð þannig sprengikveiking hjá dóms-
höllinni í Dýflinni og urðu talsverðar Bkemmdir á húsum, en manntjón
ekkert.
22. júní varð slys mikið í sjóher Englendinga í Miðjarðarhaflnu. Bryn-
barðinn „Victoria" eitt af beztu og stærstu (11,000 smálestir) herskipum
þeirra varð fyrir skell af trjónudrekanum „Camperdown" og sökk á fjórð-
ungi stundar; fórust þar 430 manns og Tryon yfirforingi enska sjóliðsins
um þessar stöðvar. Slys þetta varð um hábjartan dag og var almennt
kennt Tryon, enda vildi hann ekki lifa það, þótt hann ætti hægt með að
bjarga sér. Sagt er að „Victoria11 hafi kostað 18 miljónir króna. Eng-
lendingar tóku sér atburð þennan mjög nærri, bæði æðri menn og óæðri
en þó ekki nær en svo, að þeir efndu þegar til annars skips og á það
hvorki að verða minna né ódýrara.
Englendingar hafa farið að dæmum Þjóðverja og annara þjóða og hafa
ráðið að auka herflota sinn. Landherinn leggja Englendingar ekki mikla
áherzlu á, en aptur er þeim nauðsynlegt að hafa traustan herflota til þess
að geta varið strendur landsins, ef einhver kynni að leita á þá. Englend-
ingar réðu að smíða fyrst herskip fyrir J 92 miljónir króna og átti að byrja á
þeim öllum 1894. Enn var ráðið að reisa ýms vígi með ströndum fram
og smíða fjöida af smáskipum þeim til varnar. Vantraust það, sem ný-
mæli þessi sýna að Englendingar hafa á flota sínum, er sett í samband
við það, að Englendingar hafa barizt af alefli á móti uppástungum Prakka,
að byggja brú yfir eða grafa göng undir Ermarsund, því von þykir, að þeir
vilji ekki gefa meginlandsþjóðum svo greiðan gang að Englandi eins og
fengist með brú eða undirgöngum, fyr en þeir hafa komið sér upp alveg
óyggjandi herflota.
Englendingar og Vesturheimsmenn hafa lengi átt í þrefl um hvalveið-
ar og selveiðar í Beringshaflnu; hafa Vesturheimsmenn viljað vera einir
um hituna og gert jafnvel upptak skip fyrir Kanadamönnum, sem voru á