Skírnir - 01.01.1893, Blaðsíða 84
84
Noregur.
sýnis á forngripasafninn i Kriatjaniu. Norðmönnum datt það Bnjallræði i
hug, að smíða skip alveg eins og skip Ólafs konungs hafði verið og láta
það BÍgla til Ohicago á sýninguna þar. Skipið hét „Yiking“. Tólf manns
voru á skipinu auk skipstjóra, og var það lið valið mjög. Yíkingur þótti
ágætt skip í sjó að leggja. Hann komst með beilu og höldnu til New-
York og þótti sú ferð allfræg; þótti sem langskip Leifs heppna væri komið
til Vesturheims í annað skipti. Yíkingur er hér um bil 70 fet á iengd,
15 fet á breidd um miðjuna og varla meira en 5 fet á dýpt frá kili til
þiljanna. Annað skip, alveg oins og Víkingur, var til sýnis í Tivoli í
Kaupmannahöfn, með „gapandi höfði og gínandi trjónu", og var ekki
frýnilegt.
24. júní lagði Frithjof Nansen frá Kristjaníu á skipi sínu „Fram“, og
var ferðinni heitið til norðurheimskautsins. Misjafnt er álit manna um
það, hvort glæfraferð þessi muni hafa nokkurn árangur, en hitt. er víst,
að ekki er auðið að búa sig betur úr garði í slíka svaðilför en Nansen gerði.
Skipið er smíðað þannig, að ísinn lyptir því upp á sig, og ætlast Nansen
svo til, að hann beri skipið norður að heimskauti, ef skipgengt haf bregzt;
styður hann þessa skoðun sína með ýmsum vísindalegum rökum, sem yrði
oflangt að telja hér upp. Norska þingið hefur lagt 280,000 krónur til
ferðarinnar, en 140,000 krónur hafa komið inn í samskotum. „Fram“ hefir
kol og vistir til fimm ára handa 12 mönnnm, því skipverjar eru ekki fleiri,
en Nansen bjóst við að verða að cins tvö ár að heiman.
Spánn. Spánverjar hafa átt í ýmsn þrefi sin á milli um borgarstjórn
í Madrid og ýmislegt fleira. Káðaneytið Sagasta, scm situr nú að völdum,
er frjálslynt og leggur mesta stund á, að bæta fjárhag landsins, sem er i
mestu óreglu. Það hefir átt í tolldeilum við Frakka, en ekki gengið sam-
an, því flestir frakkneskir stjórnmálamenn eru ákafir tollverndunarmenn.
Spáð er, að ekki muni líða á löngu þangað til lýðveldi kemst á á
Spáni, því allur þorri alþýðu kvað vera orðinn fráhverfur konungsstjórn.
í San Sebastian, einni af horgum Baska, urðu nokkrar róstur i lýðveldis-
átt seint i ágúst, og leizt Sagasta ráðgjafa, sem var á ferð þar norðurfrá
einmitt um þessar mundir, ekki á blikuna, því hvar sem hann kom, var
hrópað: „Lifi þjóðveldið“. Samskonar lýðveldishreifingar eru sagðar úr
flestum héruðum landsins.
Afarmikið slys varð ' í borg einni á Spáni, Santander, 4. nóvember.
Svo stóð á, að skip lá þar á höfninni og var hlaðið steinolíu, en auk þess