Skírnir - 01.01.1893, Blaðsíða 45
Frá öðrum löndum.
45
aði þeim, sem lagður er á þær og vilja heldur láta til skarar skríða, en
að láta kvelja sig í hel með ofþungum álögum. Eg skal skýra frá, hví-
líku ógrynni fjár er varið til herflota hinna helztu þjóða í Norðurálfunni
á ári hverju.
R. Au. Þ. E. í. F.
E. þýðir England. Það kostar 341 miljón franka tii herflota síns á
ári hverju. P. er Frakkland og kostar floti þess 200 miljónir. í. þýðir
Ítalía. Hún kostar 112 miljónum til flota sins árlega. R. er Rússland.
Floti þess kostar 102 miljónir árlega. Þ. er Þýzkaland. Það kostar 64
miljónum upp á flotann. Au. þýðir Austurriki og Ungverjaland. Floti
þessara landa er langminnstur, en kostar þó 29 miljónir franka á ári. Floti
þossara sox þjóða kostar 848 miljónir franka árlega eða 611 miljónir kr.
Floti allra þjóða í Norðurálfu kostar hér um bil 1000 miljónir króna og
er það ærið fé. Til samanburðar má geta þess, að Danir kosta allt að 7
miljónum króna til flota sins, og eru það 31/, kr. á hvort mannsbarn í
landinu.
Helztu stjórnmálatíðindi, sem gerzt hafa 1893, er samdrátturinn milli
Frakklanda og Rússlands og er almennt gert ráð fyrir því, að þessi tvö
lönd berjist á móti Þýzkalandi, Austurríki og ítaliu í allsherjarófriði þeim,
sem allir húast við innan skamms. Eg hefl Béð ýmsar bollaleggingar um
það, hverjar afleiðingar þessi ókomna voðastyrjöld muni hafa, og skal og
færa til eina getgátuna, til gamans.
í pésa einum, sem komið heflr út í Parísarborg, er spáð, að þær muni
verða á þessa leið:
Ef þrenningin sigrar, á Frakkland ongrar uppreistar von framar, og
verður að smáriki bæði að því er lönd snertir og vald. Rússar verða
flæmdir frá Norðurálfu austur yfir Úralfjöll og missa öll skiparáð á Svarta-
hafl og í Eystra-salti.
Þjóðverjar munu sölsa undir sig sveitir þær, sem liggja norðan til og
austan til i Frakklandi, en ítalia dregur undir sig þau héruð, þrjú eða