Skírnir - 01.01.1893, Blaðsíða 80
80
Danmörk.
Dvi er spáð að það mnni hafa mjög mikil Btjörnmálaleg áhrif, þar sem það
ræður svo mörgum atkvæðum, en á hinn bóginn eru ekki síður vinstri
menn í því en hægri menn. Forstöðumenn félagsins kváðu flestir vera
hægrimenn og kann það að ríða baggamuninn.
Eins og vant er sóttu ýmsir stórhöfðingjar Danakonung heim um sum-
arið og dvöldu hjá honum nokkrar vikur. Þar var Kússakeisari og drottn-
ing hans, Georg Grikkjakonungur og drottning hans, Alexandra drottn-
arefni Brota og margt annað stórmenni. Ekki munu heimsóknir þessar að
jafnaði hafa mikla stjórnmálalega þýðingu, heldur að eins stafa af frænd-
semi og venzlum, en þó stendur opt í útlendum blöðum um stjórnmálanet
þau, sem riðin séu við dönsku hirðina, og eptir því sem staðið hefir í frönsku
blaði fyrir skemmstu lagði franska stjórnin framt á að veiða upp úr Bússa-
keisara í sumar, meðan hann væri í Danmörku, hvernig honum væri til
Frakka i raun og veru, en mistókst.
Nóttina milli 19. og 20. marz hrann Vallö-höll á Sjálandi. Þar sátu
tignar konur af aðalsættum. Höllin var frá 16. öld og merkileg að þvi
er byggingu snertir. Tjónið er metið miljón krónur og brann ýmislegt,
hækur (20,000 bindi) og listaverk, sem ekki er auðið að fá aptur. Vallö-
stofnunin er þð ekki á hjarni stödd, því alls á hún eignir, sem eru metu-
ar allt að átta miljónum króna.
27. september dó einhver af hinum merkustu mönnum Dana, Andreas
Frederik Krieger. Hann var fæddur 4. október 1817 í Noregi. Krieger
var lengi háskólakennari í lögum og auk þess lét hann mjög til sín taka
í stjórnmálum Dana. Hann var framsögumaður á þinginu 1848 í stjórn-
arskrármálinu og ráðgjafl um hríð; hafði hann á hendi fernskonar ráðgjafa-
emhætti, sitt í hvert skipti, og mun ekki heiglum hent. Enn var hann
lengi hæstaréttardómari og landsþingismaður. Krieger var manna skarp-
astur og lærður að því skapi, merkismaður í alla staði. íslendingum má
vera hann minnisstæður, því fyrst og fremst bjó hann út stöðulög íslands
og í annan stað gaf hann Landsbókasafninu fjölda af ágætisritum (2,600
bindi).
Af öðrum mönnum sem dáið hafa í Danmörku 1893 má nefna Wegener
og Rink. Wegener (f 9. maí) var hinn elzti sagnfræðingur Dana og hafði
lengi verið ríkisskjalavörður (1848—82). Hann varð 91 árB gamall og
hafði samið ýms merkisrit um æfina. Rink hafði lengi verið æðstur em-
bættismaður Dana á Grænlandi og var allra manna lærðastur í öllum græn-