Skírnir - 01.01.1893, Blaðsíða 77
England.
77
veiðum um þessar stöðvar, en þeir eru þegnar Englakonungs, eins og kunn-
ugt er. Um tíma leit flt fyrir að fullur fjandBkapur mundi verða úr þessu
máli, en loksint komu báðir hlutaðeigendur, stjórn Bretlands og stjðrn
Bandaríkjanna sér saman um, að leggja málið í gerð. Gerðarnefndin hélt
samkomur sínar í Parísarborg og voru í henni sjö menn. Hlutaðeigendur
kusu tvo menn hvor, en forseti frakkeska lýðveldisins, Italíukonungur og
Svíakonungur kusu hver sinn gerðarmann. Englendingar unnu frægan
sigur, því fyrst og fremst varþeimdæmt jafnrétti við Vesturheimsmenn til
veiðanna og hálf önnur miljón franka í skaðahætur fyrir skip þau, sem
Yesturheimsmenn höfðu gert upptæk. Gerðarnefnd þessi hefir vakið von
um það hjá mörgum friðarvinum, að stjórnir ríkjanna ætli nú að fara að
leggja mál þau, sem þeim kemur ekki saman um í gerð og ráða þeim til
lykta á friðsamlegan hátt í staðinn fyrir að berast á um þau banaspjót-
um, en ekki lítur þó friðlega út, þegar gætt er að herbúningi allra stór-
þjóðanna. Hitt er aptur vist, að það væri miklu sæmilegra og heppilegra
fyrir mannkynið í heild sinni, að stjórnirnar hættu að berjast og bítast
um deilumál sín, og tryðu hinum vitrustu og beztu mönnum fyrir að dæma
um þau, en langt verður þó líklega að bíða þess, að gerðarnefndir komist
almennt á í stjórnmálum.
Yiktoría drottning brá sér snður til Ítalíu um vorið og hafði þar tal
af Umberto konungi. Ekki er þess þó getið að fundur þessi hafi haft
nokkra þýðingu að því er stjórnmál snertir. Enn má geta þess, að höll
mikil og dýrðleg var reist í Kensington og á að sýna þar iðnaðarrnuni
úr öllum þeimlöndum, sem Bretar hafa yfirráð yfir. Höllin var vigð 10. maí
og var þar þá staddur fjöldi af konungbornum mönnum og öðrum stór-
höfðingjum.
Nú er að segja frá viðskiptum Englendinga við aðrar þjóCir 1893.
í miðjum ágúst urðu róstur allmiklar milli Hindúa og Múhameðstrúar-
manna í Bombay á Indlandi. Pjöldi manna varð sár og margir voru drepn-
ir. Löggæzluliðiðinu í Bombay tókst ekki að stilla til friðar og varð her-
lið að skerast í leikinn. 2000 manns voru hnepptir í varðhald. Sagt er
að rðstur þessar hafi byrjað þannig, að Kúlíar (Hindúaskríll) hafi óvirt
guðshús Múhameðstrúarmanna. Þetta hafi þeim mislíkað og hafi þeir ráð-
izt á Kúlía í hefndarskyni1 enda er ávallt grunt á því góða milli þessara
tveggja trúarflokka, sem eru svo ólíkir að öllu leyti.
í október lenti Englendingum saman við Matabele-þjóðina sunnan til
í Suðurálfu. Matabelar eru hraustir mjög og herskáir og teljast til Zúlti-