Skírnir - 01.01.1893, Blaðsíða 93
Bandaríkin.
93
verðið á vörunum kynni að hrapa. Af Jisgsu, samfara gullþurðinni, staf-
aði atvinnubresturinn að miklu leyti, og svo sjálfsagt meðfram af því, að
tollverndin báa, sem hefir átt sér stað í Bandaríkjunura að undanförnu,
hefir haft í för með sér framleiðslu, sem var orðin meiri en eptirspurnin.
Það var þvi ekkert gleðileg aðkoma, sem Cleveland forseti átti, þegar
hann tók við Iandsstjórninni í marzmánuði 1893. Eitt hið fyrsta verk
hans var að kveðja til aukaþings, sem kom saman í ágústmánuði, og ept-
ir harða baráttu voru þar numin úr gildi silfurkaupalög Shermans, sem
áður er um getið. — Annar merkilegur atburður, sem gerzt hefir á sam-
bandsþingi Bankaríkjamauna á síðastliðnu ári, er sá, að sérveldismenn
lögðu fram frumvarp sitt til nýrra tolllaga í desembermánuði, og er frum-
varp það kennt við Wilson þann, er var formaður fjárlaganefndarinnar.
Yfir höfuð má segja, að varlega sje þar farið i breytingar, og allhium
verndartolli er haldið á mörgum vörutegundum. En þó þykir almennt
sem 8érveldismenn hafi staðið við loforð sín, eða réttara sagt við þau lof-
orð, sem Cleveland gaf, áður en haun var kosinn forseti í siðara skiptið,
og viðurkennt er af háðum flokkum, að verði frumvarp þetta að lögum,
léttist tollhyrðarnar um 50 miljónir dollara að rainnsta kosti. Þegar
þetta er ritað (í öndverðum marzmánuði 1894), hefir frumvarpið náð sam-
þykktum í fulltrúadeildinni, og er öldungadeildin nú að fjalla um það.
í öndverðum nóvembermánuði fór fram kosniug embættismanna og
ríkja-þingmanna í 15 ríkjum, og veitti sérveldismönnum víða miður en
við næstu kosningar á undan. Telja samveldismenn það Ijósa sönnun
þess, að verzlunarfrelsis-aldan sé að dofna og þjóðin hafi í sumar fengið
helzt til Ijósa sönnun fyrir því, hvern dilk tolla-afnámið dragi eptir sér,
enda kenna þeir óspart andstæðingum sínum um öll vandræðin. En með
því að þar var ekki að ræðu um neinar sambandsþingskoBningar, geta
menn naumast, sízt þeir er í fjarlægð búa, ráðið neitt af þeiin kosningum
í það, hvort þjóðinni er þegar að snúast hugur í þessu aðalmáli landsins.
Á aðalþingi PreBbytera í Bandaríkjunum, sem haldið var í maimánuði
síðastliðið ár, var prófessor Briggs, sá sem getið er um í síðasta Skirni
að hafi bafið ágreiningskcnningar innan kirkjudeildar sinnar, dæmdur sek-
ur um að hafa rofið vígslueið sinn með villukenningum, og var honurn
vikið frá prestsembætti í kirkjunni, þangað til hann hefði gefið fullnægj-
andi sönnun fyrir því, að hann iðraðist athæfis síns. Ekki hefir enn
rætzt grunur manna um það, að Presbytera kirkjudeildin inundi klofua út
úr þvi máli.