Skírnir - 01.01.1893, Blaðsíða 62
Þýzkaland.
óspektir á þinginu, en orðið minna úr en til var ætlazt. Einu sinni sagð-
ist hann t. d. hafa undir höndum ógrynni af bréfum, tvær tíufjórðunga-
vættir — sagði hann, — sem sönnuðu, að Gyðingar hefðu keypt allan
þorra þingheims til að fylgja sér að málum, en þegar á átti að herða og
hann átti að sýna hréfln til að færa sönnur á mál sitt komst upp, að
þetta var allt saman lygi. Ahlwardt fékk vansæmd mikla af háttalagi
þessu og öðru þvílíku, en samt var hanu endurkosinn, og sýnir það, með-
al annars, hvílíkt hatur er haft á Gyðingum sumstaðar á Þýzkalandi.
Bebel, einn af helztu foringjum jafningja, stakk upp á því á þinginu,
að leggja í gerð, hvort Þjóðverjar skyldu skiia aptur Elsasz og Lothring-
en. Caprivi reis öndverður á móti uppástungu þessari og sagði, að slíkt
gæti ekki komið til greina, því þýzka þjóðin vildi fyr liggja dauð en skila
fylkjum þessum aptur. Góður rómur var gerður að máli hans.
Um áramótin lýsti hið helzta blað jafningja „Yorwárts" því yflr, að
það hefði undir höndum skírteini frá 100 manns, sem þegið hefði mútur
af Welfafénu, sem svo er nefnt, en það er fé Hannóverskonungs; hafði
þýzka stjórnin gert það upptækt og myndað úr þvi sjóð til að bæla
þá niður, sem héldu fram konungdæmi í Hannóver. Máiið var rannsakað
og sannaðist að skírteinin voru fölsuð. Svipað mál kom fyrir seinna í
marz. Þá komust hin mestu fjárglæfrahrögð upp um ýmsa tigna menn
og herforingja, höfðu sumir farið með okur, en sumir lagt það í vana
sinn, að hafa rangt við í spilum. Reynt var að bæla málið niður eptir
föngum, en það vakti þó allmikið hneyxli og var verstu bófunum refsað.
Frökkum þótti vænt um, að þetta óþverramál kom fyrir á Þýzkalandi,
því Þjóðverjar höfðu farið mjög meinlegum orðum um Panama-málið, en
nú kom einmitt sams konar mál fyrir hjá þeim sjálfum.
Keisarahjónin þýzku ferði’ðust suður til Rómaborgar um vorið, eins
og seinna verður getið um. Á heimleiðinni ferðaðist keisarinn gegnum
Sviss og lofaði þar öllu fögru um friðinn, eins og hann er vanur.
Seinast í ágúst ferðaðist Wilhelm keisari til Englands að heimsækja
ömmu sína Yiktoríu drottningu, en getið var tii, að í raun réttri mundi
annað búa undir, og var altalað, að keisarinn mundi hafa viljað fá Eng-
land í samband við þrenninguna. En Rosebery, sem þá var utanríkisráð-
gjafl Engla, á að hafa tekið fremur dauft í það, hvað som hæft er í því.
Aptur halda menn, að einhverir sumningar séu til milli ítala og Englend-
inga um það, að sjá svo til, að Rússar og Frakkar verði þeim ekki of-
jarlar í Miðjarðarhafi.