Skírnir - 01.01.1893, Blaðsíða 64
64
Þýzkaland.
frakkneskir herforingjar; höfðn þeir farið njðsnarfcrð þessa eptir undirlagi
hermálaráðaneytisins í Parísarborg og sent þegar til Prakklands uppdrætti
af mörgum vígjum Þjóðverja o. s. frv. Njósnarmenn þessir fengu harðan
dóm og iíkaði Prökkum það stórilla, en urðu að hafa svo búið, því njósn-
armenn hafa lítinn rétt á sér, þegar upp kemst um þá.
Bismarck heflr notað hvert einasta tækifæri, sem honum bauðst, til
að hnýta í Caprivi og stjórn hans; hefir Caprivi opt orðið allgramur við
hann, en aldrei höfðað landráðamál gegn honum, eins og oinu sinni var
á orði. Bismarck heflr í mörg ár verið við böð í Kissingen á sumrin sér
til heilsubótar og svo var enn 1893. Hann varð fárveikur af nokkurs
konar taugaveiki, en lá þó ekki lengi. Begar honum fór að skána sendi
Wilhelm keisari honum hraðskeyti frá Gttns og lýsti yfir ánægju sinni
yfir hata hans. Jafnframt bauð hann Bismarek að hafast við í einhverri
höil sinni á Mið-Þýzkalandi um veturinn, því þar mundi vera heilnæmara
loptslag en á Yarzin eða Friederichsruhe. Bismarck þakkaði kærlega
fyrir boðið, en kvaðst þó ekki geta þegið það, því sér mundi hollast að
lifa heima hjá sér í friði og ró. Skömmu seinna batnaði Bismarck til
fulls og hélt hann heim til sín. Hann er nú að semja æfisögu sína og
hefir þegar selt bóksala einum handritið fyrir of fjár, en ekki má prenta
það fyr en eptir hans dag. Flest blöð á Þýzkalandi fögnuðu því mjög,
er samkomulagið tók að batna milli Bismarcks og Wilhelms keisara. Nú
eru þeir sættir fullum sáttum, eða svo er sagt; hefir Bismarck sótt keisara
heim í Berlín, en nákvæmari fréttir um það verða að bíða næsta Skírnis.
Þess má geta hér við Þýzkaland, að hinn frægi ferðamaður Bmin
pasja var drepinn á ferð hanB um Suðurálfu, og fóruneyti hans alt höggvið
niður og etið. Það var 90 manns frá Núbíu. Bmin var þýzkur að ætt
og uppruna.
Austurríkl. Þaðan er að frétta róstur miklar milli Þjóðverja og
Tékka í Bæheimi. Tékkar í Bæheimi skiptast í tvo flokka, „gömlu" Tékka
og „ungu“ Tékka, og er þessi seinni flokkur oinkum æfur við Þjóðverja,
en hallast mjög að Rússum, enda eru Tékkar náskyldir þeim að þjóðerni.
Ung-Tékkar vöktu slíkar róstur í Prag, að stjórnin í Wien sá sér ekki
fært annað en að taka í taumana. Bannaði hún ýms félög þeirra, en
hepti öll blöð þeirra og tímarit, sem nokkuð kvað að, og lýsti því yfir,
að Prag væri í herfjötrum hinum minni, en þeim er svo varið, að lög-
gæzluliðið ræður svo að kalla lögum og lofum. Tékkar undu þessu stór-