Skírnir - 01.01.1893, Blaðsíða 34
34
Heilsufar og raannalát
Gunnlaugur Halldórsson prestur að Breiðabðlstað í Vesturhópi, and-
aðist s. d. (f. i Glaumbæ í Skagafirði 3. nóv. 1848). Foreldrar hans voru
Halldór prófastur Jónsson siðast að Hofi í Vopnafirði, og fyrri kona hans
Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir, dómkirkjuprests Oddssonar. Hann var út-
skrifaður úr latínuskóla 1870, varð prestaskólakandidat 1872, vígðist s. á.
aðstoðarprestur föður síns að Hofi, fékk Skeggjastaði 1874 og Breiðabóls-
stað í Vesturkópi 1883. Hann átti fyrst Margréti Andreu Lúðvigsdóttur Knud-
sen’s verslunarmanns í Reykjavík og síðar Halldóru Vigfúsdóttur, bónda á
Arnheiðarstöðum Guttormssonar. Hann var sómaprestur og vel látinn.
Magnús Bergsson r. af dbr. uppgjafaprestur, andaðist að Gilsárstekk
í Breiðdal 1. maí (f. að Stafafelli í Lóni 15. nóv. 1799). Forcldrar hans
voru Bergur prófastur Magnússon, síðast að Hofi í Álptafirði og Guðrún
Jónsdóttir, sýslumanns Helgasonar. Hann útskrifaðist úr Bessastaða-
skóla 1824, vígðist 1829 aðstoðarprestur til Sveins prófasts Péturssonar
í Berufirði, fékk Stöðl835, Kirkjubæ 1852, Heydali 1888, lét af prestskap
1889, onda var hann þá elstur prestur á íslandi, og hafði lengur þjónað
prostsembætti en nokkur annar, er þá var á lifi. Hann átti fyrst Vil-
borgu Eiríksdóttur hreppstjóra á Hoffelli, Benediktssonar. Bau áttu sam-
an 14 börn. Eitt þeirra er Eirikur M. A. í Cambridge. Síðari kona
hans var Ragnhoiður Jónsdóttir. Þau áttu ekki börn. Hann var fjör-
maður, klerkur góður og ástsæll.
Eiríkur Ólafsson Kuld, prófastur og r. af dbr., andaðist í Stykkis-
hólmi 19. júlí (f. i Flatey á Breiðafirði 12. júní 1822). Foreldrar hans
voru Ólafur Sivertsen, síðar prófastur í Flatey og Jóhanna Friðrika Ey-
jólfsdóttir, prests í Skutulsfirði Kolbeinssonar prests í Miðdal Þorsteins-
sonar. Hann var útskrifaður úr Bessastaðaskóla 1843, vígðist 1849 að-
stoðarprestur til föður síns í Flatey, fékk Helgafell 1860. Alþingismaður
Snæfellinga var hann 1853—57 og Barðstrendinga 1865—85. Hann var
kvæntur Þuríði Sveinbjarnardóttur, rektors Egilssonar. Af börnum þeirra
lifir að eins einn sonur. Séra Eiríkur var hinn mesti höfðingi í héraði,
virtur mjög og vinsæil af æðri og lægri, klerkur ágætur og hið mesta
prúðmenni í allri framgöngu, tryggur í lund og vinfastur. Síðan hann
féll frá er enginn prestur lengur í embætti af þeim, er útskrifast hafa úr
Bessastaðaskóla.
Einn merkur íslendingur dó erlendis: Jón Kampmann Martinus
Johnsson, kammerráð að nafnbót, andaðist í Kaupmannahöfn fyrsta sumar-
dag 20. apríl (f. í Kaupmannahöfn 5. des. 1818). Hann var sonur Gríms