Skírnir - 01.01.1893, Blaðsíða 88
88
Búlgaría.
leyti sem frændi hans, hertoginn af Cohurg-Gotha var graflnn, átti hann
tal við Þýzkalandskeisara og sat að veizlu með honum; drakk keisarinn
honum til optar en einu sinni og talaði við hann einslega í hálfa klukku-
stund eptir veizluna; þðtti mönnum sem hann mundi hafa lofað Ferdín-
andi fursta fylgi sínu.
Seint í nóvember komst upp að herforingi nokkur hafði ráðið að sýua
Ferdinandi fursta banatilræði. Hann var knepptur í varðhald og nokkrir
ungir námsmenn, sem grunaðir voru um að hafa verið i vitorði með
honum,
Alexander prinz af Battenberg, sem áður hafði veríð fursti í Búlgaríu,
dó í Austurríki 18. nóvember. Hann var íoringi í her Austurríkismanna
og nefndist þar „greifinn af HartenauBúlgarar mundu vel, að hann
hafði verið fyrsti fursti þeirra, eptir að landið varð sjálfstætt, færðu líkið
til Búlgaríu og létu grafa það í Sofia með mjög mikilli viðhöfn á iands-
ins kostnað.
Serhía. Alexander konungur fyrsti hefir sýnt mikinn dugnað, þótt
hann sé ungur, (f. 1. ágúst 1876). Þegar Milan konungur faðir hans vék
frá völdum 1889 tók hann að vísu við stjórnarvöldunum að nafninu tii,
en Bistic, gamall og æfður stjórnmálamaður, átti að vera hans hægri hönd
þangað til hann yrði 18 ára gamall og nokkrir menn aðrir. Bn nú þótti
Ristic ekki fara sem bezt að ráði sínu og var alþýða mjög óánægð með
stjórn hans. Dokic hét kennari kongsins og kom þeim saman um að
bola Ristic og félaga hans frá stjórninni með valdi, Þeir fengu herinn og
ýmsa málsmetandi menn í lið með sér og fór allt þetta mjög leynt.
Nóttina milli 13. og 14. apríl vor Ristic og ráðgjafar hans staddir við
veizlu hjá konungi. Þegar minnst að vonum varði lýsti hann yfir því að
hann vildi ekkert eiga framar við þá Ristic, hann ætlaði sjálfur að taka
við stjórninni og hefði gert Dokic að æðsta ráðgjafa sínum. Ristic og
ráðgjafar hans ætluðu að mæla á móti þessu, en þá kom fram fjöldi af
vopnuðum hermönnum. Þeir sáu þá, að konginum var full alvara og Véku
frá völdum. Verk þetta mæltÍBt vel fyrir hjá allri alþýðu og þótti Alex-
ander konungi hafa farið skðrulega, jafnungum manni.
Svo lítur út að atburður þessi muni ekki hafa mikil áhrif á almenn
stjórnmál í Norðurálfunni, enda hefir Alexander konungur lýst þvíyfir, að
hann muni leggja mesta áherzlu á innanríkismálefni, að bæta hag lands-
manna og vaka yfir réttindum þeirra,