Skírnir - 01.01.1893, Blaðsíða 52
52
Frakkland.
að 100,000 enskra ferhyrningsmílna, en lítinn sóma hafa þeir horið úr
býtum í ferð þessari.. Auk þess er getið til að Englendingar muni una
því illa, ef Frakkar fara að hæla undir sig Síam; að minnsta kosti eru
þeir vanir að vilja hafa hönd í bagga með, þegar um nýlendustofnanir í
öðrum álfum er að ræða. Scm stendur er þó gott samkomulag milli
Frakka og Englendinga um eignir þeirra á Indlandi hinu eystra og hafa
þeir komið sér saman um, að land það, sem liggur á milli eigna þeirra,
skuli vera háð Kínverjum.
Enn áttu Frakkar í skærum við Dahomehbúa i surðurhluta Suðurálfu
framan af árinu. Þeir eru rammir heiðingjar og tíðka mjög mannblót.
Konungur þeirra hét Behanzín, en herforingi Frakka hét Dodds. Dodds
vann fullan sigur á Dahomehbúum, og var honum og liði hans tekið með
kostum og kynjum, þegar þeir komu aptur heim til Frakklands.
Almennar kosningar fóru fram til fulltrúadeildarinnar 20. ágúst og
3. september og var spáð að lýðveldismenn mundu komast í minni hluta.
Menn héldu að Frakkar hefðu hvekzt svo við Panama-málið, að þeir mundu
ekki trúa þeim, sem hingaðtil höfðu verið foringjar fyrir málum sínum,
og mundu heldur hallast að konungs- eða keisarasinnum. Annað bar líka
til skömmu fyrir kosningarnar, sem mikil áherzla var lögð á. Dérouléde
og annar franskur þingmaður Millevoy þóttust hafa skjöl í höndum, sem
sönnuðu óráðvendni og jafnvel lándráð á ýmsa helztu menn þjóðveldisins,
einkum Clemenceau, en þegar til kom sannaðiBt að skjölin voru fölsuð.
KoBningar fóru þó alt öðru vísi en búizt var við. Lýðveldismenn
unnu sigur, en Orléanistar og Bonapartistar urðu mjög undir; kendu þeir
þetta mest því, að Leó páfi 13. hafði sent erkibiskupum og biskupum á
Frakklandi bréf, og skorað á þá, að veita lýðveldismönnum alt lið, sem
þeim væri auðið, en áður hafði klerkastéttin franska verið aðalvígi kon-
ungs- og keisarasinna. Eptir bréf páfa gat hún aptur ekki staðið sig við
að andæfa lýðveldismönnum, og fðru sumir klerkarnir beinlínis að vilja
páfans, en hinir leiddu málið hjá sér og varð lýðveldismönnum það hinn
mesti styrkur. Blöð greifans af París héldu því fast fram, að frönsk
innanríkismálefni kæmu páfanum ekki við, þótt hann væri óskeikull í
trúarmálum og ýms klerkablöð tóku í þann strenginn, að þau skildu
ekkert í, að páfinn skyldi vilja st.yrkja verstu mótstöðumenn sína, lýðveld-
ismenn, guðleysingjana o. s. frv., en það kom fyrir ekki, því páfi sat við
sinn keip og við það varð að standa.
Hin nýja fulltrúadeild á meðal annars að annast um kosningu hins