Skírnir - 01.01.1893, Blaðsíða 90
90
Canada.
þetta fyrir átyllu til að auka herlið sitt á Egyptalandi, þvert á m6ti vilja
Kedivans.
Persaland. Þaðan er að segja landskjálpta mikla í nóvember og lét-
ust 19,000 rnannB.
Canada. Þess var getið í Skirni í fyrra, að í Manitobafylki hefðí
jafnhliða kosningnnum, sem haldnar voru þar sumarið 1892, farið fram at-
kvæðagreiðsla um bann gegn aðflutningi, tilbúningi og sölu áfengra drykkja,
og að áfengisbannið hefði verið samþykkt af miklum meiri hluta. Sfi
hreifing hefir sýnilega breiðst mjög út á siðasta ári. Tvð fylki hafa síðan
farið að dæmi Manitobafylkis í þessu ef'ni, Ontario og Prince Edward Is-
land; í báðnm þeim fylkjum var gengið til atkvæða utn rnálið um siðasta
nýár, og í báðum fylkjunum varð niðurstaðan sú sama: mikill meiri hluti
með áfengisbanninu. t>6 mun nllur þorri raanna hafa litla trú á áfengis-
banni í einBtökufn fylkjum, ef það fær ekki fraragang yfir allt landið, og
enda mjög vafasamt, að það sé samkva mt stjórnarskrá landsins. En komi
ekki eitthvert ófyrirsjáanlegt apturkast í bindindiskreifinguna, oru allar
horfur á, að þess verði ekki mjög langt að bíða. að áfengisbann verði
lögleitt af sambandsstjórninni um þvert og endilangt landið. Sjálfsagt
verður fyrirstaðan mest í Quebecfylki, sem að mestu er kaþólskt. Bind-
indismálinu er svo að segja eingöngu haldíð fram af prótestöntum hér i
landinu, cn kaþólska kirkjan hefur þar veitt lítið fylgi, cnda bannar hún
öll leynifélög, sem vitanlega hafa átt mestan þátt i að koma þessu máli
á rekspölinn.
Yfir höfuð má segja, að árið 1893 hafi fremur verið undirbúnings- og
undiröldn-ár, að því er Canada snertir, en viðburða-ár. Af landsstjúrnar-
málum stendur tollmáiið lang-efst á dagskrá. Hér í landi hefir al!-hár
tollur verið lagðar á fiestar innfluttar vörur síðan árið 1878, og var hann
lagður á í þvi skyni, að efla verksmiðjuiðnað landsins. En vitanlega átti
sér stað mjög mikil óánægja hjá almenningi með þær tollbyrðar, bæði fyrir
þá sók að tollurinn væri of hár og kæmi ósaungjarnlega niður, væri þyngst-
ur á þeim vörum, er alþýða manna kaupir, og að hinu leytinu hefði ekki
viðgangur verksmiðjanna orðið nærri því eins mikill eins og búizt var við
í öndverðu, sizt í vesturhluta landsins. Sambandsstjórnin hafði því lofað
að breyta tolllögunum á síðasta þingi. En ekkert varð úr þvi, og var
málinu frestað til þingsins 1894. 8á frestur vakti mikla óánægju, og er