Skírnir - 01.01.1893, Blaðsíða 63
Þýzkaland.
63
Fyrra hlntann af september voru haldnar heræflngar miklar í Blsasz-
Lothringen. Þar var Wilhelm keisari við og var honum alstaðar vel
tekið; pðtti Þjóðverjum það vottur þess, að nú mundi vera farið að Téna
hatur það, sem Elsaszar höfðu á Þjóðverjum í fyrstu. Yið heræfingarn-
ar var og staddur krónprinz ítala, Viktor Emanuel, en skömmu áður
hafði Heinrich prinz af Preussen verið við flotaæfingar ítala, og þótti
Þjððverjum þetta góðs viti, vottur um sterka vináttu kóngana í þrenn-
ingunni, en Frakkar undu því illa. Yfir höfuð að tala þótti þeim keisar-
inn gera það til að storka sér, að halda heræfingar í löndum þeim, sem
Þjóðverjar höfðu tekið af Frökkum. Ekki bætti það heldur um, sem haft
var eptir keisaranum, því hann hafði verið óvar í orðum, eins og honum
er títt og sært þjóðernistilfinningu Frakka. Erá Elsasz-Lothringen hélt
Wilhelm keisari til Ungverjalands, þangað sem öiins heitir, til að horfa
þar á heræfingar. Þar hitti hann Austurríkis-keisara að máli. Þaðan
hrá keisari sér til Svíþjóðar og dvaldi fáeina daga hjá Oscar konnngi;
skemti hann sér þar við elgveiðar. Af öllu þessu sést, að Þýzkalands-
keisari er ekki hættur að leggja land undir fót og ber hann enn með
rentu nafn það, sem honum var gefið um árið, „Der Reisekaiser" eða
ferðakeisarinn. Fá munu þau lönd vera í Norðurálfunni önnur en ísland,
sem Þýzkalandskeisari hefir ekki heimsótt. Hann hafði líka staðráðið að
fara til íslands fyrir tveimur eða þremur árum, en hætti við það, þegar
hann frétti, að ísland stæði ekki í málþráðarsambandi við önnur lönd.
í janúar lagði fjöldi námumanna niður verk sitt í Saarbriicken, Gels-
enkircken og víðar á Þýzkalandi. Um tíma voru 80,000 manna vinnu-
lausir. Þegar þeir tóku aptur til verka sinna höfðu þeir tapað yfir 10
miljónum króna í vinnulaunum.
22. ágúst andaðist Ernst hertogi af Coburg-öotha. Bróðursonur hans,
Alfred hertogi af Edinburgh, sonur Viktoríu drotningar, tók við völdum
eptir hann, og varð þref nokkuð úr því, hvort hann mætti halda fjárstyrk
þeim, sem hann hafði af þingi Engla, eptir að hann var orðinn ráðandi
ríki á Þýzkalandi. Niðurstaðan varð sú, að hann varð að afsala sér mest-
öllum styrknum.
Seint í ágúst voru tveir franskir menn teknir fastir í Kiel. Þeir
voru á skemtiferð á ensku skipi og þóttust vera verzlunarmenn, en Þjóð-
verjar grunuðu þá um að vera njósnarmenn, enda fundust hjá þeim myndir
af vígjum Þjóðverja, herkort yfir ýmsa hluti af Þýzkalandi o. s. frv.
Þegar farið var að rannsaka málið, kom upp úr kafinu, að þetta voru