Skírnir - 01.01.1893, Blaðsíða 57
Frakkland.
57
salnum við tilræði þetta og er það mest þakkað stillingu Dupuy’s forseta,
því hann bað menn að halda áfram umræðunum og láta sem ekkert hefði
í skorizt. Yaillant náðist í þingsalnum. Hann var dæmdur til dauða og
er nú tekinn af fyrir nokkru. Meðan verið var að rannsaka mál hans
hafði hann mjög í hðtunum við dðmara sina og þingið, og fullyrti að sín
mundi verða hefnt. Hann varð vel við dauða sínum. Vaillant var ðbóta-
maður, sem opt hafði komizt undir manna hendur, eins og flestir lögleys-
ingjar, sem hafa orðið uppvísir að því, að hafa haft sprengivélar með
höndum.
Margar fleiri sprengingartilraunir hafa verið gerðar, en flestar mis-
heppnazt. Dess má geta, að í nóvember fengu þeir Wilhelm Þýzkalands-
keisari og Caprivi kanslari sendingar frá Orléans, og áttu þær að vera
sýnishorn af nýjum fræjum, en þegar til kom voru þetta smá-sprengivélar.
Engum varð meint við, enda tðku þeir keisari og Caprivi ekki sjálíir við
sendingunum. Flestir segja að vélarnar hafi ekki verið skaðvænar og hafi
sendingarnar að eins verið til glettni eða gamans, en grátt hefir þó það
gamanið veriC.
Eptir tilræðið við fulltrúadeildina var gerð gangskör að því, að leita
uppi lögleysingja af verra taginu um allt Frakkland, eins og við var að
búast, og fundust ýmsar sprcngivélasmiðjur og allskonar morðtól. Lögleys-
ingjar voru teknir fastir svo hundruðum skipti, en þeir sem vóru úr öðrum lönd-
um urðu að hörfa af landi bnrt. Enn voru leiddar í lög harðar ákvarð-
anir um sprengibófa, bæði í Frakklandi og annarsstaðar, og er slíkt gððra
gjalda vert, því ekki er gaman að geta húizt við að verða sprengdur í
lopt upp hvenær sem vera skal.
Enn verður að geta þess, að undir árslok hættu 40,000 verkmenn í
kolanámunum norðantil á Frakklandi við vinnu sína. Þeir vildu fá kaup-
hækkun, en við það var ekki komandi hjá námueigendunum. Verkmenn
þoldu mátið í 42 daga og urðu þá að láta undan; höfðu þeir þá misst
6,750,000 franka í verkalaunum.
Rússland. Frá Rússlandi er fremur fátt að segja 1893. Rússar eru
í óðaönn að auka her sinn og flota og er svo að sjá sem þeir búizt við
ófriði á hverri stundinni, en í orði kveðnu er þetta gert til að varðveita
friðinn. 1893 hafa Rússar einkum lagt rækt við herflota sinn. Eins og
áður er getið hafa þeir fengið flotastöð hjá Frökkum við Miðjarðarhafið
og er það mjög þýðingarmikið fyrir þá. Eins hafa þeir byrjað á stðrkost-