Skírnir - 01.01.1893, Blaðsíða 50
60
Frakkland.
af því þegar frá líður, því það á í vök að verjast á tvær hliðar. Öðru-
megin eru einvaldsliðar (keisaramenn og konungsmenn), en hinumegin
jafningjar (sósíalístar) og lögleysingjar (anarkistar). Öllum þessum fiokk-
um þðtti vera tekið allt of lint í málið, og höfðu einvaldsliðar jafnvel í
skympingum, að dýrt hefði þeim lýðveldismönnum orðið að halda stjðrnar-
fyrirkomulaginu að þessu sinni, þar sem þeir hefðu orðið að sleppa yfir
hundrað tukthúslimum órefstum, en tukthúslimirnir voru þingmenn þeir
og stjórnmálamenn, sem ákærðir voru, en ekki hafði verið stefnt fyrir
rétt og því siður verið dæmdir. Jafningjar notuðu tækifærið til að þruma
yfir því í blöðum sinum, hvílík spilling ætti sér stað hjá hinum æðri
stéttum og gyltu jafnaðarstjðrnarfyrirkomulag sitt í gríð og ergi, en lög-
leysingjar höíðu í hótunum, og verður seinna drepið á athæfi þeirra.
Forseti öldungadeildarinn á þingi Frakka, Jules Ferry, dó 17. maTZ
og heitir sá Challemel Lacour, sem tók við eptir hann. Skömmu seinna,
30. marz, urðu ráðaneytisskipti enn þá einusinni, í 29. skipti síðan þjóðveld-
ið komst á stofn fyrir 23 árum. Svo stóð á, að deilur hófust milli þing-
deildanna út úr ýmsum greinum í fjárlögunum og tókst Rihot og ráða-
neyti hans ekki að miðla málum; sögðu þeir þegar af sér embætti og lagði
Carnot forseti þó mjög að þeim, að taka þetta ekki svo úrstint upp. Sá
heitir Dupuy, sem tók við af Rjbot og hafði áður verið kennslumálaráð-
gjafi í ráðaneyti hane. Því var þegar spáð, að ráðaneyti Dupuy’s mundi
ekki verða langært. Hann er reyndar talinn duglegur maður og tókst
honum þegar að sætta þingdeildirnar, en á hinn hðginn sitja ráðaneyti á
Frakklandi litlu lengur að völdum en kría situr á steini, eins og dæmin
sanna.
Snemma á árinu urðu deilur nokkrar miili stjórnanna á Frakklandi
og Þýzkalandi út úr tveimur Þjóðverjnm, sein Frakkar höfðu vísað af
landi hurt, en þetta var jafnað með góðu. Utanríkisráðgjafi Frakka,
Develle, lét rannsaka málin, og sannaðist, að þau voru frönskum embætt-
ismönnum að kenna, eða að minnsta kosti var það látið í veðri vaka;
lofaði Develle þýzka sendiherranum í Parisarhorg, Miinster greifa, að slíkt
skyldi ekki koma fyrir optar; sefuðust Þjóðverjar þá, en vóru áður orðn-
ir allgramir.
Bins og kunnugt er hafa jafningjar nm víða veröld komið sjer saman um
að gera fyrsta maí að nokkurskonar tyllidegi, ræða þá mál sín og sýna
öðrum stjórnmálaflokkum, hve voldugir þeir séu og liðmargir. Þetta var