Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1898, Page 2

Skírnir - 01.01.1898, Page 2
2 Löggjöf og landsstjðrn. búanda. Má hann skipa mönnum að skera af heium eða káupa hei, en sá sem vís verður að hordrápi af hirðuleisi eða harðíðgi, sætir sekt- um frá 10—200 kr. eða einföldu fangelsi alt að 6 mánuðum. Hinn 6. apríl voru staðfest lög um breiting á lögum um lausafjártiund 12. júlí 1878 og um leið feldar úr gildi 2. og 3. grein þeirra. Hinn 4. júni voru samþikt lög um breitingu á gjaldheimtum til amtssjóða og síslusjóða. Skal búnaðarskólagjald falla niður, en skólarnir fá jafn- mikið fé úr amtssjóði, en sislusjóðir greiða þau gjöld, sem jafnaðar- sjóðir amtmanna eiga að fá, en hrepafélög greiða gjöldin í síslusjóð. 4. Lög um heilbrigðismál. Hinn 4. febrúar samþikti konungur lög um útbúuað og ársútgjöld spítala handa holdsveikum mönnum. Þar seg- ir, að verja megi 16000 kr. til útbúnaðar á þessu sjúkrahÚBÍ, þá er það sé afhcnt landsstjórninni. Sérstakur læknir skal og vera þar og hafa 2700 kr. í árslaun, en árleg gjöld sjúkrahúsBÍns skal veita i fjár- löguuum. í stjórn þess skal vera amtmaðurinn ifir suður- og vestur- amtinu og landlæknir, en þriðji maður úr Oddfellowfélaginu. Sama dag voru samþikt lög nm aðgreining holdsveikra frá öðrum mönnum og flutning þeirra á opinberan spitala. Segir þar, að héraðslæknar og aukalæknar skuli á ári hverju semja skrá ifir holdsveika menn í sínu læknishéraði. Skulu þeir og hafa gát á lifnaðarháttum sjúkling- anna og leiðbeina þeim. Lög þessi gefa holdsveikum mönnum svo- hljóðandi varúðarreglur: 1. Holdsveikir mega ekki sofa hjá öðrum í rúmi; þó eru hjón undan- þegin þessu banni, nema hlutaðeigandi læknir skipi öðruvísi firir. 2. HoldBveikir menn skulu hafa sér hrákadalla og mega ekki hrækja á gólf í húsum manna. 3. Þeir skulu hafa matarílát og borðbúnað hverskonar, er þeir einii noti. 4. Rúmföt, iveruföt, matarílát og hverskonar borðbúnað holdsveikra skal þvo útaf firir sig. Umbúðir af sárum þeirra skal brenna, eða sjóða að minsta kosti hálfa stund í vatni. 6. Holdsveikir menn mega ekki stunda börn, ekki þjóna óholdsveik- um mönnum og ekki vinna að matreiðslu firir aðra en sjálfa sig. 6. Þeir mega ekki að nauðsinjalausu fara á aöra bæi eða taka móti gestum. Hús og föt og áhöid öll, sem holdsveikur maður kefur notað, skal sótthreinsa nákvæmlega áður en aðrir nota það.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.