Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1898, Síða 6

Skírnir - 01.01.1898, Síða 6
6 Samgöngumál. sveitum og taldi best að leggja símann að austurlandi í sjð, en síðan á landi til Eeikjavíkur. Æfingaskipið danska átti að ransaka botn og dípi í Eirarbakkaflóanum og landtöku i Þorlákshöfn og þar í nágrenninu og eins á Austfjörðum. Ekki er skirsla þess enn þá kunn orðin, en líklegt er, að hún sé samhljðða áliti Hansons, því að hann kvaðst hafa átt tal við skipstjðra þar eistra og hefði þeim virst á einn veg báðum. Enn skal þess getið, að Otto Wathne, sem lengi hafði haldið uppi skipaferðum milli Noregs og Austfjarða, fékk þetta ár nokkurn stirk af Noregs hálfu til að halda áfram þessum siglingum. Hagur landsmanna. Prá niári og alt til marsmánaðarloka voru miklar fannkomur og umhleipingar. Var þá haglaust milli fjals og fjöru um alt suðurland og vesturland og norðurland vestanvert, en i Eiafirði og Þingeiarþingi og Múlaþingum var gðð veðurátta, því að illviðra af suðrí gætir þar minna. Svo mikil var fannkoman um suðurland, að elstu menn muna ekki aðra meiri. Þegar komið var fram í lok marsmánaðar, gerði hlákur, en úr pálmadegi gerði aftur norðanveður með frosti. Gjafa- tími var víða feikilega langur og lá við heiþroti og felli, en varð þð eigi úr svo teljandi sé í maímánuði viðraði allvel og nál kom í jörð. En önd- verðan júní var þurkur og norðanveður, en brá síðan til rigninga, og hélst fram ifir ‘AO. júlí. Grasvögstur varð í meðallagi, en töður manna skemdust víða. Pirstu dagana í ágúst var þurt, en síðan vætur og 6- þurkar til sláttnloka. Sunnanlands og vestan hröktust mjög hei firir bændum, en minna norðanlands;] og í Þingeiarþingi og Múiasíslum varð nítingin góð, því að þar voru meiri þurviðri um sumarið. Ifir höfuð að tala varð heiskapur í meðallagi, þótt víðasthvar viðraði illa um sláttinn. Nokkru eftir réttirnar kom góðviðrakafli, en ekki var hann langur. Eftir það tðku við umhleipingar og fannfergi og stóð svo til níárs. Þ6 var góð tíð austanlands. 1 desembermánuði gerði afspirnurok vestanlands og urðu nokkrar skemdir af. Piskiafli var heldur tregur víða um land á opnum bátum. Þó aflað- ist nokkuð í ímsum veiðistöðum tíma og tíma. Á Pagsaflóa varð fiskvart i mars og sunnanfjals var þá nógur fiskur. Eu gæftir voru mjög illar og var svo mikil fiskmetisþurð í Eeikjavík, að málþorskur og jafnvel minni fiskur kostaði krónu, þegar first kom fiskur á land. Þá var gufu- báturinn Oddur, sendur til fiskiveiða og var það nílunda. En ekki þótti það borga sig, þótt svona dírt væri selt. Afli var iflr höfuð litill á opna

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.