Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1898, Page 16

Skírnir - 01.01.1898, Page 16
16 Migferli og mannalát. W. G. Spence Paterson, enskur ræðismaður, dó 28. mare. Hann var skoskur að ætterni og var fulltíða maður, er hann kom flrst hér til lands. Hafði hann verið hér lengi, mest við verslun, en hafði þó verið um tíma kennari við Möðruvallaskólann. Hann var hvers mans hugljflfi. — Guð- mundur bóndi Þórðarson á Hól í Reikjavík dó 74 ára gamall og Hjört- ur Erlendsson atkvæðabóndi í Austurhlíð á níræðis aldri og Karl D. E. Proppé bakari í Hafnarfirði. — Ólafur Adolfsson Petersen dó í maímán- uði, maður á besta aldri. Hann var fæddur 30. desember 1865 í Hafn- arfirði, útskrifaður úr lærða skólanum 1885 og úr prestaskólanum 1887 með 1. einkunn. Hann var vígður prestur að Svalbarði í Þistilfirði 1889 og síðar settur prófastur í Norðurþingeiarprófastsdæmi. Af látnum merkiskonum skulu hér taldar fáar einar: Lára Svein- bjarnardóttir, kona séra Þorsteins Halldórssonar í Mjóafirði, Jóhanna, kona Þorgríms læknis Þórðarsonar, Guðrún Jósefsdóttir (Blöndal) kona Jónasar Jónssonar verslunarstjóra á Hofsós, Sesselja Jónsdóttir, ekkja ís- leifs heitins Einarssonar, prests frá Stað í Steingrimsfirði, Járngerður Ei- ríksdóttir (f. 20. febr. 1812), móðir séra Einars alþingismans á Kirkjubæ, Johanne Louise Bernhöft, ekkjufrú í Reikjavík, móðir Vilhelms Bernhöft tannlæknis og þeirra siskina, Kristín Vaage, kona Eggerts kaupmans Vaage i Reikjavík og Ingibjörg Pétursdóttir (Eggerts) kona Magnúsar prests Jónssonar í Vallanesi. Kirkjumál. Prestafundurinn (Synodus) stóð í tvo daga 28. og 29. júni. Þar var mest rætt um handbókarfrumvarpið og var það þá hérum- bil fillilega undirbúið af presta hálfu. Uppgjafaprestum og prestaekkjum var veittur stirkur eins og vandi er til og var stirknum skift á milli þeirra á fundinum. Var það fé als um 3800 kr. Biskupinn vakti máls á níu firirkomulagí á prestafundinum. Vildi hann að þangað kæmu full- trúar flr öllum prófastsdæmum landsins, tveir úr hinum fjölmennari, en einn úr hinum. Skildu héraðsfundir kjósa þá að svo miklu leiti sem pró- fastar þættu eigi sjálfkjörnir. Skildi þessi fundur hafa frumkvæðisrétt og sumpart ráðgefandi álitsrétt í öllum kirkjumálum. Söfnuður Valdimars Briems á Stóra-Núpi gaf honum heiðursgjöf í minningu þess að hann hafði gegnt prestsembætti í 25 ár. 1 Reikjavik var honum haldin veisla í sama skini.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.