Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1898, Page 28

Skírnir - 01.01.1898, Page 28
28 Styrjöld Bandaríkja yið Spán. engmn þá datt í hng að vilja banna með lögnm í þeim ríkjum, þar sem það átti sér þá stað; heldur reis stríðið af ágreiningi um réttan skilning á takmörkum samveldis-bandalagsins og sérveldis-ríkjanna. Eftir að styrj- öldin var úti, þá vóru Bandaríkin i stórkostlegum skuldum (11,000 milíón- ir króna); og til að afborga þær og greiða vöxtu af þeim, var hækkaður mjög tollur á innfiuttum vurningi, og átti það upphafioga að eins að standa meðan verið væri að létta á stríðskostnaðinum. Tollálagan hlaut eðlilega að verða til þess, að innanlands ýmist kom upp eða efldist iðnaður ýmis- legur, þar sem menn fóru að geta staðist við að framleiða hluti í land- inu fult svo ódýrt eins og auðið var að kaupa þá að flutta með þungum tolli. Eftir striðið jókust mjög fólksflutningar til landsins og verzlun jókst við útlönd að sama skapi. Þar kom því, að tolltekjur landsÍDS urðu munum meiri cn á þurfti að halda til útgjalda, þar á meðal til vaxta- greiðslu og höfuðstóls-afborgana á landssjóðsskuldum, til eftirlauna her- mönnum og ekkjum þeirra o. s. frv. Við stríðið og úrslit þess hnignaði sérveldisflokknum mjög, og náðu þeir aldrei sigri við forsetakosning síðan fyrri en Cleveland var kosinn ið fyrra sinn (1884). Hann vildi færa nið- ur tolla á aðfluttum varningi, þar eð tolltekjurnar reyndnst óþarflega há- ar. En allir þeir auðraenn, sem eiga verksmiðjur í Bandarikjunum, vóru mjög andvígir tollniðurfærslunni, því fyrir hátollsins sakir gátu þeir rak- að saman fé, með því að þeir vóru lausir við útlenda samkepni og gátu flogið almenning í laga helgi. Auðvaldið studdi því samveldÍBflokkinn til kosninga, og komu Harrison til valda og náðu meiri hluta á bandaþingi. Á veldistíð hans vóru tollar hækkaðir; en ef of mikið yrði i landBsjóði, var auðvitað að það mundi gefa Bérveldismönnum byr aftur til kosninga, því að fólk mundi ekki ánægt með til lengdar að borga meira í landssjóð, en á þyrfti að hakla, og mundi almenningur sjálfur vilja njóta fjárhag- sældarinnar. Það reið þvi á, að auka útgjöld landssjóðs og binda honnm þá byrði, að ekki veitti af öllu því fé, sem framast mætti kreiata úr þjóð- inni með tollum. Þvi tóku samveldismenn það ráð, að ausa út í ný eftir- laun til hermanna, er barist hefðu í stríðum fyrir Bandaríkin, eða til ekkna þeirra og barna, ærnu fé. Með því móti unnu þeir tvent i einu: keyptu sér atkvæðafylgi fjölda manna, er græddu fé við þetta, og tæmdu jafnframt afgang landssjóðs, svo að ekki skyldi verða farandi fram á tolla- lækkanir, og við það fengu þeir atkvæðafylgi allra verksmiðjueigenda, námaeigenda og annara tollverndarnjóta. Þó að liðinn væri þriðjungur aldar frá því, ef samþegnastyrjöldinni lauk, en frá henni stafa flestir eftir-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.