Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1898, Síða 29

Skírnir - 01.01.1898, Síða 29
Styrjöld Bandaríkja yið Spán. 29 launamenn, j)á stórfjölgaði ár frá ári þeim sem eftirlauna nutu. Vóru þar mikil syik í frammi höfð; urmull manna, sem aldrei hafði í stríðinu verið, fékk eftirlaun; sumir áttu búsetu í ýmsum ríkjum og þannig hóf stundum sami maður eftirlaun á 20—30 stöðum í einu. — 70. hvert manns- barn í landinu fékk eftirlauu, og alls gengu um 520 milíónir króna til eftirlauna; en það var sama sem 7 kr. 50 au. á nef hvert í landinu eða 52 kr. 50 au. á hvert 7 manna heimili. Þegar því Cleveland forseti komst til valda i annað sinn (1893) og fékk lækkað tollana nokkuð, þá hrukku tekjur ekki lengur fyrir gjöldum. Tekjuskattslög, sem þingið samþykti án staðfestingar forseta, var dæmt ógilt í hæstarétti; ólagi, sem Harrisonsstjórnin hafði komið á paningasláttu landBÍns, gat Cieveland ekki fengið fylgi sérveldismanna til að lagfæra. Ofan á þetta bættist svo óáran í verzlun og atvinnu. Sérveldisflokknrinn á þingi hafði brugðist fornum frumreglum sínum, og lenti alt í Bundur- þykkju með Cleveland og meirihluta sérveldismanna, sem tóku upp frísilfursláttu-fluguna, Bem getið er um í „Skírni“ í hittiðfyrra (61,—63. bls.), og fðr því som þar segir. McKinley forseti er lítilsigldur maður og ósjálfstæður; hann varð gjaldþrota, er hann var ríkisstjóri í Óhio, og nam fjárþrot hans mörgum hundruðum þúsunda dollara. Nokkrir efnaðir sam- veldismenn keyptu þá upp allar kröfur skuldheimtumanna hans á bendur honum og létu svo kyrt vera. Bn er til forsetakosningar kom í Banda- ríkjunum, fengu þeir því til vegar komið, að hann varð forsetaefni sam- veldisflokksins, og lögðu þeir fé fram til kosningarbaráttu hans. Dessir menn vóru allir verksmiðjueigendur eða aðrir tollverndarnjótar; en McKin- ley hafði verið formaður í í þingnefnd þeirri, er fékk tollana hækkaða á stjórnarárum Harrisons (McKinley-lÖgin). Það var tilgangur þessara manna, að beita McKinley fyrir sig til að fá breytt aftur tollalækkun þeirri, sem á komst á stjórnartíð Clevelands inni siðaii (Wilsons-lögin). McKinley var þannig forseta-efni skuldheimtumanna sinna, og hefir því í skopi ver- ið kallaður „veðsetti forsetinn“.— Maður er nefndur Mark Hannah; hann or málflutningsmaður; hann hefir verið umboðsmaður skuldheimtumanna McKinley’s, og hann stýrði kosningarbaráttu hans fyrir hönd flokksins. Hann heflr ekki ráðgjafa-embætti, en er í raun og veru forseti Banda- ríkjanna, þótt McKinley beri nafnið. Það fór að koma í ljós á stjórnartíð McKinleys, að enda þótt tollarn- ir væru enn hækkaðir á ný (Dingley-lögin), þá hrukku enn ekki tekjur landssjóðs við gjöldum. Hins vegar var það sýnilegt, að eftirlaunin mundu

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.