Skírnir - 01.01.1898, Page 32
32
Styrjöld Bandaríkja við Spán.
og þegar það varð hljóðbært, að rannsóknarnefná stjórnarinnar væri ein-
huga á þvi, að Maine hefði vafalaust verið sprengt i loft upp af sprengi-
vél á mararbotni, þá brautst Spánar-hatur þjóðarinnar á svipstundu út í
ljósan loga. Það var 28. Marz að álit rannsóknarnefndarinnar varð heyr-
um kunnugt, og gerðu nú blöðin svo mikinn aðsúg að forseta, að hann
varð að senda bandaþinginu boðskap 11. Apríl, og vildi þó víst lengur
dregið hafa, þvi að enn vóru Bandaríkin illa við ófriði búin. í bréfi sínu
til þingsins fór McKinley fram á, að þingið veitti sér „heimild til að hlut-
ast til um, að öllum ófriði hætti fyrir fult og alt milli Spánarstjórn-
ar og íbúa Cúba, en koma á fót á eyjunni staðfastri stjórn, er fær
sé urn að halda á friði og reglu, halda skyldur sínar við aðrar þjóð-
ir, en tryggja frið, ró og öryggi landsmanna og þegna vorra og
annara ríkja, er þar dvelja í landi, og bið ég þingið að heimila mér
að nota landher og sjólið Bandaríkjanna eftir þörfum í þeasuin tilgangi11.
Þingið samþykti (19. Apríl) að veita forseta heimildina til að friða Cúba,
en ekki til að koma á neinni stjórn þar, heldur bætti það við þessari
yfirlýsing: „Bandarikin lýsa hér með yfir þvi, að þau haía enga tilhneig-
ing eða tilgang til að ná yfirráðum eða lögsögu yfir eynni (Cúba) eða
neinu eftirliti, nema til að friða landið, og lýsa því, að það er tilgangur
þeirra, undir eins og eyjan er friðuð, að fá eyjarskeggjum sjáifum í hend-
ur alla stjórn landsins og forráð“. Undir þetta skrifaðiforseti Bandaríkj-
anna næsta dag. Þetta álitu Spánverjar frKalita-uppkvæði og tjáðu
sondiherra Bandaríkjanna, að þeir vildu engan orðastað eiga við stjórn
hans, og kvöddu burt sendiherra sinn frá Washington. —21. Apríl sendu
Bandaríkin flota af stað frá Key West (Pla.) til Havana. Næsta dag
lýsti Bandarikjastjórn yfir því, að norðurströnd Cúba væri varðkvíuð.
Daginn þar á eftir auglýsti stjórnin, að hún þyrfti 125,000 sjálfboðaliða.
25. Apríl lagði Shermann niður völd sem ráðherra utanríkismála í stjórn
Bandaríkjanna, og hét sá Day, er varð hans eftirmaður. 27. Apríl skutu
Bandamenn á Matanzasvígi og eyddu því að mestu, og sama dag fór
Rowan staðgengill (lautinant) i Bandaríkjaher á land í Cúba, til að eiga
fund við uppreistarmenn.
Þegar friðslitin urðu kunn, lágu 8 berskip Bandarikja á höfn inni í
Hong Kong, sem er eyja í mynni Canton-fljótsius í Sínlandi, og eiga hana
Bretar. Þau urðu að hafa sig burt, er ófriður var hafinn, því að Bretar
höfðu lýst hlutleysi sínu í ófriðnum. Sá maður heitir Dewey (djúi), er
stýrði flota þessum, og var ytirhöfuðsmaður (commodore) í sjóliðiuu. Hann