Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1898, Side 37

Skírnir - 01.01.1898, Side 37
Styrjöld Bandaríkja við Sp&n. 37 Filippus-eyja, til að rétta lilut sinn jiar. Þegar flotiun kom til Port-Said, þurfti hann að fá sér kol til að geta haldið áfram langferð sinni; en Egiptajari bannaði öllum að láta þá fá kol, því kol eru bann-varningur, er engin hlutlaus þjðð má leyta herskipum þeirra þjðða, er í stríði eiga, að birgja sig upp með eða selja þeim. Lá flotinn svo um hríð austur þar, komst aldrei suður í Rauðahaf, því siður lengra; hvarf hann loks heim aftur til Spáns eftir erindisleysu og við lítinn orðstír; þðtti för sú orðin in ðfrægilegasta og af litlu ráði stofnuð frá öndverðu. Það var til skilið, að báðar stjórnirnar, Bandaríkja og Spánar, skyldu til nefna nokkra umboðsmenn til að gera fullnaðarsamning um friðinn og friðarskilmálana, og skyldi þessir umboðsmenn koma saman í Parísarborg 1. Oktðber til að semja þar með sér. Það hefði ekki áttaðþurfaað standa lengi á friðarsamningunum, en það gekk þó alt ógreiðara, en við var bú- ist. Bandamenn heimtuðu að Spánverjar afsöluðu sér öllum Filippus-eyjum, en til þess vóru Spánverjar ðfúsir og létu ekki undan fyrri en Bandamenn lýstu yfir því, að þeir byrjuðu ðfriðinn af nýju og mundu sigla flota sín- um til Spánar, ef eigi væri gongið að boðum þeirra. Spánverjar seldu því Bandamönnum í hendur Filippus-eyjarnar allar og Sulu-eyjarnar (um 150 eyjar milli Borneo og Filippus-eyja, með yfir 100,000 íbúum); en Banda- menn greiddu þeim fyrir 75 milíðnir krðna. Um Oúba, Porto Rioo og höfn á Ladrðn-eyjum fór sem ákveðið var áður. 10. Okt. var friðurinn undir- skrifaður. Þingið á Spáni staðfesti hann furðu-greiðlega, on í efri mál- stofu Bandaþingsins skall hurð nærri hælum með staðfestinguna, en þð hafðist hún af þar. Móti henni mæltu einkum Bérveldismonn, og ekki fyrir það, að þoir vildu hafa kostina harðari, og heldur ekki linari, fyrir Spán; en þeir vildu ekki að Bandaríkin legðu lönd undir sig; einkum var þeim illa við, að ríkin bældu undir sig Filippus-eyjar. Þykjast þeir sjá í hendi sér, að Bandaríkin hljðti þá að auka flota sinn stórkostlega, svo hann geti jafnast á við flota hvers eins stðrveldis annars, nema Bretlands. Þá sjá þeir og að auka verður landhorinn fasta, sem hingað til hefir ekki verið nema. 28,000 manns. Það þykir fyrirsjáanlegt, að þegar Bandaríkin eru byrjuð á að leggja undir sig lönd i öðrum heimBálfum, þá hljðti þan að komast oft í kast við önnur stðrveldi; sé þá tvísýnt um friðinn og muni reka að því, að þjððin megi binda sér þann sama bagga, sem nú hvilir svo sligþungt á öllum Norðurálfuþjððum (nema Bretum) til vopna- búnaðar, heræfinga og annars herkostnaðar.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.