Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1898, Side 42

Skírnir - 01.01.1898, Side 42
42 Súdan og Pasjðdamálið. vereka" Gordon, inn fræga hershöfðingja sinn. mðti mahdíanum, en það fðr svo, að Gordon komst til Khartúm, en skorti þar liðsafla, því að Gladstone tímdi ekki í skamrasýni sinni að leggja honum liðveizlu, þá er hann þurfti. Yeittu mahdísliðar honum atlögu í Khartúm og strádrápu hann og alt hans fámenna lið með svikum (Janúar 1885). Sama ár dó mahdíinn upphaflegi, en ættingi hans tók við og nefnist mahdí síðan. En upp frá því hefir mahdíinn haft Súdan á sínu valdi og hefir Bretum jafn- an sviðið sárt sú skömm og skapraun, er þeir höfðu beðið í Súdan 1883 —85, enda rýrði það mjög álit þeirra og áhrif. En sárast féll þeim fall Gordons, ins góða og mikla manns. Eftir samkomulagi við Erakka eru Bretar tilsjónarmenn með stjórn Egiptalands; Prakkar og Bretar höfðu upphaflega tekið þetta að sér í sameining, til að tryggja skuldheimtumönnum og lánardrottnum Egipta- stjórnar fjárheimtur þeirra (þeir vóru flestir brezkir og frakkneskir), en síðan urðu Frakkar fegnir að losna við þann vanda og fela Bretum einum tilsjónina. Bretar telja það því skyldu sína að halda undir Egiptaland ölluþvísemtii heyrði landinu, er þeir tóku við því; endaeru Bretar í raun og veru einvaldir í landinu og khedívinn egipzki er að eins nafnbótarbrúða í hendi þeirra. Þeir ráða lögum og lofum þar. Dví höfðu og Bretar við- búnað til að ná Súdan aftur undan valdi mahdíans, er þeir kölluðu upp- reistarmann, og á vald sitt í Egiptalands nafni. Khartúm, þar sem Gordon féll, hefir verið talinn helzti bær í Súdan. Dar sem Hvíta-Níl kemur sunnan úr landi, rennur Biáa-Níl í hana að austan, sem næst í hávestur frá Norðurhlut Abessiníu. Dar stendur Khar- túm í tungunni að sunnan og austan þar sem fljótin falla saman. Litlu noiðar á vesturbakkanum stendur Omdúrman, og er skamt milli bæjanna. í Omdúrman hafði nú mahdíinn aðsetur sitt, hafði víggirt bæinn þykkum múrum og hafði með sér mikinn her, 100,000 dervitsja. Móti honum fór nú um sumarið Kitchener hershöfðingi með 8 þúsundir brezkra hermanna og 16 þús. af egipzku liði; auk þessa hafði hann með sér flota af smáum eimbátum með fallbyasum. Lið mahdíans var og vel vopnað stórum og smáum skotvopnum. 2. September varð fandur þeirra fyrir utan Omdúrman á sléttunum norðan við bæinn. Hélt Mahdíinn liði sínu út á móts við Kitchener, og var það fíflslega gert, en eins og hetjur börðust menn hans. Dar féllu 15000 að minsta kosti af liði mahdíans, en fallnir og særðir í Kitchener’s ]iði vðru um 400. Tók Kitchener þar Omdúrman og síðan Khartúm við-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.