Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1898, Side 47

Skírnir - 01.01.1898, Side 47
Krit. 47 konnr vóru myrt jafnt sem karlar, og konur einatt svívirtar fyrst, en hræjunum limlestum kastað fyrir hunda og hrafna á strætin. Edham passja og lið hans horfði á aðgerðalaust, utan hvað sagt var að nokkrir af hermönnunum heíði skotið á Breta. Einn staðgengill enskur, Hálfdán (Haldane) að nafni féll þar. Bretar skttu nú á borgina næsta dag og gerðu landgang ásarat hálfu fjðrða huudraði hermanna, er Frakkar og ítalir sendu á land. Báðu þá Tyrkir vægðar. Á Edham passja vóru born- ar þungar sakir; kölluðu Bretar hermdarverk þessi orðin fyrir glæpsam- legt afskiftaleysi hans og vanstjórn. Heimtu að hann seldi fram for- sprakka spillvirkjanna og afhendi Bretum í hendur vígi borgarinnar. Varð hann að gera þetta nauðugur, og létu Bretar hengja báðulega nokkra verstu spillvirkja foringjana þvert á móti mótmælum Edhams passja, sem vildi láta soldán staðfesta dauðadóm þann, er herdómur Breta hafði dæmt. En þvi var ekki sint. Svo var heimtað af Edham, að hann léti herlið sitt taka öll vopn af tyrkneskum landslýð. Þessi hryðjuverk Tyrkja mæltust ið versta fyrir, sem von var á, er þan spurðust út um öll lönd. Sendiherrar Breta, Frakka, ítala og Rúsa í Miklagarði sömdu undir mánaðamótin sameiginlegt áskorunarbréf til soldáns um að kveðja alt herlið sitt burt af Krit innan ákveðins tíma; kváðu það nú sýnt, að lið það væri eigi gagnlaust að eins til að halda á friði og reglu, heldur sé það til beins friðspillis og tálmaði því að Krít- armálinu yrði til lykta ráðið. í bréfinu var og sagt, að ef soldán færi ekki tafarlaust eftir þessum fyrirmælum, skyldu veldi þessi reka alt lið hans af eyjunni og gera honum aðra kosti harðari. Til þessa bréfs fengu sendiherrarnir samþykki stjórna sinna. Soldán reyndi að draga málið á langinn, kvað meðal annars fyrst þurfa að semja um fullnaðarráðstafanir fyrir því, hversu Krít yrði stjórnað eftirleiðis, og þá er um það hefði samist við sig, væri næBt um að ræða, hvort og hve nær hann kveddi hurt setulið sitt af eynni.. Nú svöruðu veldi þessi honum, og vóru stutt í spuna, að um það hvernig Krít yrði stjórnað, yrði hann nú ekki spurður að sinni, herliðið yrði hann að kveðja brott, en sjálf skyldu þau halda uppi friði og reglu á Krít. Nú snéri soldán sér til vinar síns Yilhjálms Þjóðverjakeisara og hét á hann til liðveizlu gegn íhlutun þessara velda um innanríkismál sín. Vilhjálmur svaraði honum vinsamlega, tjáði honum meðhug sinn og trygt vinfengi; kvaðst engan þátt eiga í íhlutun veldanna, en gat þess jafn-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.