Skírnir - 01.01.1898, Side 52
52
Kúsland.
leitt verði, hvort ekki sé auðið að gera neitt til að jafna ágreining þjóða
með meðalgöngu og afstýra svo ófriði. Það er auðsætt, að þetta er sú
tillagan, sem helzt er von til að árangur geti borið, ekki sízt ef Engil-
saxa-þjóðirnar legðust á eitt um að halda fram gerðardðmum þjóða á milli.
Þess er vert að geta, að auk annara hvata og ytri tilefna, sem hafa
komið Rúsakeisaranum til þess að koma fram með tillögur sínar, er mælt
að næsta tilefnið hafl verið bók ein, sem út kom i hans riki, í sex bind-
um, og rituð var af pólskum tímarita-höfundi Blíokh að nafni. Bókin
kvað rituð af svo miklum fjölfróðleik og þekking, að víst er talið, að höf.
hafi hlotið að njóta aðstoðar nokkurra þeirra manna, er fróðastir eru og
bezt kunnandi um hernað og hermál. Blíokh heldur því fram, að herir
höfuðríkjanna sé orðnir alt of stórir; það sé fáir hersböfðingjar í heimi,
sem færir sé um að stýra í einu 500,000 hermanna liði; en sá hershöfð-
ingi, sem stýra kunni stærri herafla, sé enn ekki í heiminn borinn. Og
þó sé cnn örðugra að sjá um úthúnað milíúna-hers að vopnum, búningi og
vistum, og sjá um flutning hans, aðhjúkrun o. s. frv. Það sé óvínnandi
verk. Til hers og flota telur hann að Európu-ríkin koati nú árlega 4,050
milíónum króna beinlínis, og öðru eins sé varið til að borga vöxtu af
ríkiskuldum, er stafi af styrjöldum. Ef stórveldiu fimm í Európu lentu í
stríð, þá mundi kostnaðurinn við þ’.ð verða 75,520,800 krónur hvern dag,
auk 3,564,000 kr. á dag til styrktar fjölskyldnm fatækra hcrmanna. Stæði
stríðið eitt ár, yrði kostnaðurinn yfir 30,000,000,000 (30 þúsundir milíóna)
kr. En nú er það álit þeirra manna, er bezt þykja vit á hafa, að tlíku
stórvelda-stríði yrði ekki lokið á skemri tíma en 2 árum.
Blíokh fer því fram, að tiltök sé, ef Rúsakeisari vildi gangast fyrir
því máli, að koma samtökum á meðal þjóðanna um að takmarka herút-
búnað sinn, t. d. auka hann ekki úr því sem nú er, eða verja ekki meiru
til haDS en nú er gert. En jafnframt telur hann þörf á alþjóða-hæsta-
rétti, er út skyldi kljá öll þrætumál þjóða á milli, svo að eigi mætti
áfrýja. Ef það er ákaflega ísjárvert nú fyrir nokkra þjóð að rjúfa heims-
friðinn, þá ætti það að verða lítt vinnandi verk fyrir nokkra þjóð, sem
fyrst hefði fengið úrskurð alþjóða-dómsins á móti sér. Allar þjóðir, sem
þessum samningum væru bundnar, væru þá sjálfsagðir bandamenn hvers
þess ríkis, sem á væri ráðist gegn úrskurði alþjóðadómsins, og mundi þar
engri þjóð tjá kappi við að etja. Ef einhver þjóð neitaði að hlíta dómi,
án þess þó að hefja ófrið, væru ýmsir vegir til að þvinga hana til hlýðni,
er royna rnætti áður en ófrið þyrfti á hendur henni að hefja og oftast