Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1898, Síða 55

Skírnir - 01.01.1898, Síða 55
Djóðverjaland. 55 En nú kom þeim til hugar, að svo kynni að fara, að þeir gæti eigi greitt Bretum fé það, er þeirn var gert að gjalda, og kynni Bretar að taka land af þeim að fornspurðu upp i ekuldina. Portúgalsmcnn eiga landgeirann milli Transvaal og hafs og járnbrautina frá Delagóa-flóa npp að Trans- vaal. Á þessum flóa og laudgeiranum ásamt brautinni hefir Bretora lengi leikið hugur, en Þjóðverjar hafa þar á móti spornað, að Bretar mætti fá ráð á Delagóa-flóa og landgeira þessum. Þetta, sem nú skal frá skýrt, er eigi fullyrðandi, en ég hefi það eftir „DipIomaticus“, sem ritar í Fort- nightly Review og þykir manna fróðastur um, hvað bak við tjöldin gerist bjá stjórnum Norðurálfu, enda reynist það oftast, að hann fer ekki með hégóma-má). Það er víst, að Bretar og Þjóðverjar hafa gert samning nokkurn með sér, er miklu varðar bæði löndin, því að frá því sagði Cham- berlain lýðlendu-ráðberra í ræðu; en efni samningsins hefir ekki birt verið. nDiplomaticus“ þykist þó hafa áreiðanlega vitneskju um innihald hans, og segir það sé þess efnis, að Þjóðverjar og Bretar hafl komið sér saman um, að þeir einir, og aðrir eigi, skuli kaupa af Portúgalsmönnum þær nýlendur i Afríku, er þeir vilja selja, og hafi skift með sér, hver svæði hvorir um sig skuli kaupa og hvert verð fyrir gefa, en Portúgalsmönnum munu þeir lána fé gegu trygging í nýlendunum og mnni þannig fá þær til sin smám saman. En ekki á að herða á að salan fari fram þegar, holdur verður farið þar eftir hentugleikum Portúgals, sem semur svo um, að veita Bretum og Þjóðverjum forkaupsrétt að nýlendum sinum (þeir höfðu þegar 1891 veitt Bretum slíkan forkaupsrétt að öllu landi sínu suður af Zamhesi). Segir „Diplomaticus11, að þegar Bretar hafi fengið þau lönd, sem til standi eftir samningi þessum, þá eigi þeir (að því með töldu, sem nú eiga þeir fyrir) meira en helming allrar Suðurálfunnar, og það langsamlega betri helminginn. Þetta er að því leyti merkilegt, að það ætti að geta orðið til að eyða ágreiningsefnum framvegis um langan tíma milli Breta og Þjóðverja i Afriku. Þá er og almælt, að samningur Þjóðverja og Breta hafi náð að ein- hverju til afstöðu beggja þcssara velda í Asíu, og talið vist, að Þjóðverj- ar hafi játað frumreglu Breta um, að öllum þjóðum skyldi jafnt undir höfði gert með verzlun á því landsvæði í Asíu, sem Þjóðverjar ráða fyrir. Bretar kalla þossa stefnu sína „að halda dyrunum opnum“ {„tlie open door pólicyu) og vilja engri þjóð þola að eignast neina iandshluta af Sinlandi nema bún viðurkenui þessa frumreglu með heinum samningi.

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.