Skírnir - 01.01.1905, Blaðsíða 2
2
Kveðja Skírnis.
Þá yrði lijer sýnt, aö svo mannast menn,
að máttur vöðvans og tindam í senn
œfist til samspils í œfinnar verki
til afkasta og snarráðs. Sá veiki og sterki
eiga þar hlutverk jafn háleit tvenn.
Vort eldgamla kyn, méð fjeð og með framann,
það frœgðist af dáð og af orðsnilld saman
og œttir þess lifa í landinu enn.
Með hágöfga fortið, sem horft er á bak,
eitt hreysi er bœrinn og gnoðin sem fiak.
Kú bindumst i fjelög—fað margfaldar máttinn.
Svo magnast einn strengur við seinasta þáttinn,
að tœkt vérður þúsund þáttanna tak.
Og eins styrki samdýrkun trú vora og tryggðir
og traust vort á reisn fyrir óðals vors byggðir,
með hamranna veggi og himinsins þak.
Og munum, ein hugmynd hötuð og snauð
má hundruðum kenna að vinna. sér brauð.
Vor bjargráð eru svo feimin og fœlin,
þau farast af ótta við vana þrœlinn;
sú kúgun, mín þjóð, skyldi kveðin dauð.
Leys hegðun og mál þitt af hjegómans böndum,
með hlýðni við lögin og fengdmn höndum
í fjelagsins baráttu um ytH auð.
Nemum hjer aptur landnámsins lönd,
lifum upp söguna á feðranna strönd.
Hlöðum á grundvöll af hjerlendri menning
því heilbrigða, lífvœna í erlendri kenning,
heimatryggir í hjarta og önd.
Og köstum burt prjálinu’ úr lœrdómi landans,
því lífið þarf vaxta af fjársjóðum andans
og starfs, far sem mætist hugur og hönd.