Skírnir - 01.01.1905, Blaðsíða 6
Hið islenzka Bókmentafélag.
6
mentafélags, sem hefur haft margvíslegan fróðleik
að flytja.
Eins og öll mannaverk, hefur viðleitni og starf Bók-
mentafélagsins sjálfsagt verið ýmsum ófullkomleikum
bundið, og skoðanir manna á því að vonum skiftar í ein-
stökum atriðum; en hitt er engum vafa undirorpið, að
starf þess hefur horið mikinn arð, það hefur »stutt ís-
lenzka tungu og bókvísi og mentun og heiður hinnar ís-
lenzku þjóðar«. Hlutverk þess hefur verið og verður enn
einkum það, að inna af hendi þau störf í bókmentum
vorum sem einstaklingum þjóðarinnar eru ofvaxin, en mega
ekki vera óunnin, hlynna að arineldi þjóðarinnar og halda lif-
andi glæðunum, þó ekki sé a-ltént unt að baka við þær brauð
í svipinn. Starf þess hefur hingað til að miklu leyti að-
eins verið undirbúningur annars og meira starfs, sem nú-
lifandi og komandi kynslóðir eiga að vinna og verða að
vinna. Það hefur fengið oss í hendur arf, sem vér eigum
að ávaxta, efni í nýja skuggsjá, er sýni oss sögu þjóðar
vorrar og upptök, vöxt og víöáttu íslenzks andá, það
hefur fengið oss stálið sem vér eigum að slá úr riðinu
og berjast með, til sigurs þjóðerni voru, og það hefur gefið
oss gull i strengi á hörpu þjóðarinnar. Þetta verða menn
að skilja: arflnum fylgja skyldur, og fvrir því ætti hver
góður Islendingur að gera sitt til að stvðja vöxt og við-
gang Bókmentafélagsins og telja sér heiður að gerast fé-
lagsmaður ]>ess.
Guðm. Finnbogason.