Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1905, Blaðsíða 10

Skírnir - 01.01.1905, Blaðsíða 10
10 Þurkur. nýjar brautir, svo talið verði ekki of fábreytt og mannin- um fari ekki að leiðast að heyra sjálfan sig tala. Mér leið fyi'irtaks-vel þarna í legubekknum. Sérstak- lega þótti mér það skemtilegt, þegar læknirinn var farinn að segja mér frá því, hvernig mönnum íinnist að deyja. Það er æfinlega eitthvað notalega æsandi við dauðann, — þegar hann er hæfilega langt burtu frá manni. Og hann var svo yndislega langt burtu frá reykjarilmimun, whiskybragðinu og legubekkshvíldinni. En þegar eg lét hugann skjótast yftr fjörðinn til hennar, sem eg ætla ekki að tala um - - það gerði eg við og við, þrátt fyrir alla athyglina — þá færðist dauðinn svo langt undan landi, að eg gat naumast gripið lýeingarnar á því, hvernig mönnum flnnist að deyja. Mitt í allri þessari ánægju-Vrerð, sem yflr mér var, og öllunt beim fróðleik, sem læknirinn var að hella yflr mig, var huiöiuíii hrundið upp nokkuð hvatskeytlega. Eg sneri mér frá dyrunum, þegar upp var lokið, og hélt, að þetta væri eitthvert af börnum læknisins. En þetta var Þórður karlinn í Króki. Eg þekti liann vel. Hann var yfir fimtugt, lans'ur maður og beinastór, með þykkan hárlubba og klumbunef. Eg vissi, að hann átti sæg af börnum. Einu sinni hafði eg komið heiin á hlaðið til lians. Krakkarnir höfðu hlaupið og tritlað og vaggað og skriðið og oltið út úr bæjardyr- unum tii þess að glápa á mig. Mér fanst eg ekki geta kastað tölu á þennan urmul fremur en stóran fjárhóp. ¦Og eg vissi, að enginn var í kotinu til þess að vinna fyrir þessu nema hann og kerlingin, og svo einhverjir krakkar hans sennilega orðnir nokkuð stálpaðir. Verzlunareigand- inn úti í Kaupmannahófn hafði liarðbannað mér að lána mönnum eins og honum, enda skuldaði hann meira hjá okkur en hann var ntí orðinn borgunarmaður fyrir. »Hann drepur ekki einu sinni á dyr, karldóninn«, sagði eg við sjálfan mig. Hann var eitthvað ankannalegur ásýndum. Allur blá- rauður í framan, sem hann átti ekki að sér, og augun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.