Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1905, Side 10

Skírnir - 01.01.1905, Side 10
10 Þurkur. nýjar brautir, svo talið verði ekki of fábreytt og mannin- um fari ekki að leiðast að heyra sjálfan sig tala. Mér leið fyrirtaks-vel þarna í legubekkmim. Sérstak- lega þótti mér það skemtilegt, þegar læknirinn var farinn að segja mér frá því, hvernig mönnum íinnist að deyja. Það er æfinlega eitthvað notalega æsandi við dauðann, — þegar hann er hæíilega langt burtu frá manni. Og hann var svo yndislega langt burtu frá reykjarilminum, whiskybragðinu og legubekkshvíldinni. En þegar eg lét hugann skjótast yflr fjörðinn til hennar, sem eg ætla ekki að tala um — það gerði eg við og við, þrátt fyrir alla athyglina — þá færðist dauðinn svo langt undan landi, að eg gat naumast gripið lýsingarnar á því, hvernig mönnum tinnist að devja. Mitt í allri þessari ánægju-værð, sem yfir mér var, og öllum þeim fróðleik, sem læknirinn var að hella yfir mig, var hurðinni hrundið upp nokkuð hvatskeytlega. Eg sneri mér frá dyrunum, þegar upp var lokið, og hélt, að þetta væri eitthvert af börnum læknisins. En þetta var Þórður karlinn í Króki. Eg þekti hann vel. Hann var yfir fimtugt, langur maður og beinastór, með þykkan hárlubba og klumbunef. Eg vissi, að hann átti sæg af börnum. Einu sinni hafði eg komið heim á hlaðið til hans. Krakkarnir höfðu hlaupið •og trítlað og vaggað og skriðið og oltið út úr bæjardyr- unum til þess að glápa á mig. Mér fanst eg ekki geta kastað tölu á þennan urmul fremur en stóran fjárhóp. •Og eg vissi, að enginn var í kotinu til j)ess að vinna fyrir þessu nema hann og kerlingin, og svo einhverjir krakkar hans sennilega orðnir nokkuð stálpaðir. Verzlunareigand- inn úti í Kaupmannahöfn hafði harðbannað mér að lána mönnum eins og honum, enda skuldaði hann meira hjá okkur en hsann var uú orðinn borgunarmaður fyrir. >>Hann drepur ekki einu sinni á dyr, karldóninn«, sagði eg við sjálfan mig. Hann var eitthvað ankannalegur ásýndum. Allur blá- rauður i framan, sem hann átti ekki að sér, og augun

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.