Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1905, Page 4

Skírnir - 01.01.1905, Page 4
Hið islenzka Bókmentafélag. Um nærfelt níu tugi ái’a hefur hið islenzka Bók- mentafélag lifað og starfað. »Það kom þegar Fróni reið allra mest á«, kom til þess »að styðja og styrkja íslenzka tungu og bókvísi, og mentun og heiður hinnar íslenzku þjóðar«. Það var tilgangurinn. Og varla verður því með sanngirni neitað, að viðleitni og starf Bókmentafélagsins hefur jafnan verið tilganginum samkvæmt og eftir atvikum bæði mikið og merkilegt. Félagið hefur frá upphafi vega sinna fyrst og fremst lagt stund á, að varðveita andans arf þjóðar vorrar, og hlynna að honum. íslenzkar bók- mentir, saga vor og þjóðleg frœði hafa þar jafnan staðið efst á blaði. Þetta sést fljótt, þegar litið er yflr rit þau er Bókmentafélagið hefur gefið út, eða þá keypt handa félagsmönnum: Sturlunga, Árbækurnar, Biskupa- sögurnar, Sýslumannaæíirnar, Fornbréfasafnið, Safn til sögu Islands og íslenzkra bókmenta, Þjóðsögurnar, Islenzkar gátur, þulur og skemt- anir, Landfræðissaga Islands—alt eru þetta stórvirki, forn og ný, og flest eða öll þess eðlis, að einstökum mönnum vor á meðal hefði orðið það ofraun að gefa þau út sér að skaðlausu. Og þó eru þau ómissandi uppsprettur, sem þekkingu og réttum skilningi á íslenzkri þjóð og ein- kennum hennar fyr eða síðar verður ausið úr. En auk þessara rita hefur Bókmentafélagið gefið út mörg smærri rit, forn og ný, um sögu vora og bókmentir. Þá hefur það og geflð út skáldrit nokkurra beztu skáldanna sem ísland heflr alið: Stefáns Ólafssonar, Bjarna Thorarensens, Jónasar Hallgrímssonar og

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.