Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1905, Page 5

Skírnir - 01.01.1905, Page 5
Hið íslenzka Bókmentafélag. 5 Jóns Thóroddsens, og eru þær útgáfur til sóma. Þekk- ingu á landi voru hefur félagið elft mjög og unnið þar stórvirki, er það lilutaðist til um að Björn (tunnlögsson gerði Uppdrátt Islands og gaf hann síðan út. — Það heíur lagt grundvöll undir íslenzka hagfræði, er það byrj- aði að gefa út Skýrslur um landshagi á fslandi og auk þess hefur það gefið út nokkur rit um atvinnuvegi landsins; það hefur gefið út ýms rit um íslenzka málfræði, um náttúrufræði (eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, grasa- fræði) stærðfræði, þjóðmegunarfræði, goðafræði o. fl., sem ekki verður hér talið. Jafnframt því sem Bókmentafélagið hefur, eius og nú var sýnt, reynt að hlynna að hvers konar þjóðlegum fræðum og gróðursetja ýms vísindi í íslenzkum jarðvegi, hefur það leitast við að veita íslendingum nokkra útsýn vfir ömiur lönd og þjóðir og sögu þeirra. Þess vegna var eitt með fyrstu verkum þess að gefa út almenna landa- skipunarfræði, er mjög þótti merkileg á sínum tíma. Þá hefur og mannkynssaga Páls Melsteðs getið sér alþýðu liyllí. Utlend skáldrit hefur félagið gefið út í vönduðum islenzkum þýðingum, og þannig hafa Hómer, Hóraz, Shakspere, Milton og Klopstoek gist hjá íslenzkum bændum og búaliði. Alt hefir þetta miðað að því að f'æra út sjóndeildarhring íslenzkrar alþýðu; en stofnendum Bókmentafélagsins var þegar frá öndverðu ljóst, að þetta var ekki nóg: þjóðin þurfti að hafa árlegar njósnir af þvi sem við bar í heiminum, þess vegna byrjuðu þeir undireins á því að gefa út fréttarit um hvert ár, frá nýári til ný- árs, um helztu nýjungar, viðvíkjandi landstjórn, merkis- atburðum, búskap, kaupverzlun og bókum, bæði innan- lands eg utan. Komu þá fyrst Islenzk sagnablöð 1816—1826, en þá Skírnir frá 1827 til þessa dags, og mun hann vera elzta alþýðlegt tímarit sem nú kemur út á Norðurlöndum. Sérstakar Fréttir frá íslandi hafa komið út frá 1871 og loks hefur félagið um 25 síðastliðin ár, eða frá 1880 gefið út Tímarit hins íslenzka Bók-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.