Skírnir - 01.01.1905, Síða 32
32
Um heimavistarskólahús handa bornum.
þarf ekki nema örmjóan stiga úr forstofunni upp á þak-
loftið, rétt til að koma þvotti þangað upp til þerris.
Synishom af Samkvæmt öllu því, er nú hetir verið sag't,
heimavistar- hefl eg gert gólfdrátt að skólahúsi með
skóla handa heimavistum handa 40 börnum. Menn
40 hörnum. munu taka eftir því, að húsið er útskota-
laust — öll útskot auka kostnað. Inn-
veggir í kjallara og uppi standast alstaðar á; það þykir
húsasmiðum jafnan mikill kostur, og fyrir þá sök má fara
eftir uppdrættinum hvort sem húsið er gert af timbri eða
steini. Þá er svo hagað til, að innangengt er um alt
húsið. Börnin geta komist úr skólastofu sinni í svefnher-
bergi og salerni, í borðstofu og baðhús án þess að fara út;
þeim er ætlað að afklæða sig í þvottahúsinu þegar þau fara
í bað. Skólakennari heflr útidyr sér að íbúð sinni, en gang
úr henni inni upp á loftið.
íbúðarherbergi bústýru og aðstoðarkonu hennar eru
þannig sett, að þær geta á nóttum geflð gætur að börn-
unum, bæði þeim sem heilbrigð eru (í stóru svefnstofunum)
og þeim, sem sjúk kunna að vera (í litlu svefnstofunum).
Eg geri ráð íyrir að skólakennari og bústýra skiftist
á um að líta eftir börnunum í undirbúningstímum, og ætl-
ast til, að þau séu þá annaðhvort inni í skólastofunni eða
í herbergi bústýru (rúða í veggnum). I forstofunni uppi
eða niðri vil eg hafa salerni og handlaugar.
í þessu húsi er hverju barni ætluð 130 rúrnfet í skóla-
stofu, 400 rúmfet í svefnstofu, 650 rúmfet í sjúkrastofu.
Tölurnar eru þó lítið eitt skakkar — of háar — af því að
það rúm, sem veggir taka, er ekki talið undan.
Hvað kostar Hér í Reykjavík kostar hver rúmalin í
heimavistar- íbúðarhúsi úr timbri um 4 kr., ef húsið er
skóli handa vel vandað og fullnægir byggingarsamþykt
40 hörnumf kaupstaðarins. Góðir húsasmiðir segja mér,
að þetta sé meðalverð; þeir segja, að hver
rúmalin í kjallara verði nokkru ódýrari, þó að hann sé