Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1905, Page 33

Skírnir - 01.01.1905, Page 33
Um liíimavistarskólahús handa hörnum. 33 vandaður og hólfaður sundur. Þeir álíta, að í þannig löguðu skólahúsi mundi hver rúmalin hér naumast fara fram úr 3 kr. 50 aur., af því að húsið er útskotalaust og stoíurnar stórar, og yrði þá húsverðið 20,790 kr. Þeir segja ennfremur, að sveitatnenn geti ef til vill komið hús- inu upp fyrir 18 þúsund kr., af því að vinnulaun við húsagerð eru oft talsvert lægri til sveita en hér gerist. Heimildarmenn mínir eru vanir og reyndir menn, trésmið- irnir Erlendur Arnason og Sigvaldi Bjarnason; þeim ber að öllu leyti saman um verðið; Sigvaldi er vanur virð- ingamaður — kosinn af bæjarstjórn til að virða öll ný hús í bænum til brunabóta. Nú vilja menn spara og t. d. gera húsið 1 alin lægra undir loít, 5 í stað 6, og er það þá orðið öldungis óhæfilega lítið, en þó ekki nema 16—18 hundruð kr. ódýrara eða rúffl 16,000 kr. En láti nokkrir velferð barnanna ganga fyrir öllu öðru, gera þeir húsið 2 álnum breiðara og herbergin öll að því skapi stærri þvers um, og verður húsið þá að miklum mun betra, en þó ekki nema 20—22 hundruð kr. dýrara. Vœntanlegcir Menn munu segja: Kröfur lækna um loft- mótbárur. rými í skólum eru of harðar, óþarfar, og þó að aðrar þjóðir haíi tekið þær til greina og fari eftir þeim, þá er öðru máli að gegna hér á landi; vér höfum ekki efni á því, að koma upp barnaskólum, ef þeir eiga að vera þetta stórir og þetta dýrir. Börnin þríí- ast vel í þeim skólum, sem nú eru til, flestir miklu þrengri en hér er heimtað, og hvað er börnunum vandara um í skólanum en í heimahúsum, hvers vegna þarf að vera rýmra um þau í skólanum en í baðstofunni heima? Móthárunum A yngri árum mundi eg hafa fallist á þessar svarað. mótbárur eða ekki kunnað svör við þeim. En nú hefl eg í tíu ár verið læknir í stærsta héraði landsins; leið mín heflr legið inn á fjöldamörg heimili í sveit og við sjó frá einum sjúkling til annars — það er lífsstarf mitt — og mér hefir orðið æ því ljósara, sem árin 3

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.