Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1905, Side 36

Skírnir - 01.01.1905, Side 36
Færeyjar. Þá heiðríkju brún yíir hánorðrið bei og hafrænan svalandi norðan að fer, þær rísa’ upp á hrammana, hrevkjandi sér sem hrikaleg steinljón úr freyðandi bárum. Þær síðurnar baða í brimúðans sjó, þær burstirnar reisa við skýjanna snjó með norðursins harðneskju, háleik og ró á höfuð sín meitlað af fjölda af árum. Mót norðri þær risa — og hika’ ekki hót við hretanna hvin eða sjávarins rót, því svipur og eðli og ættarmót er alt saman stórfelt og norrænt að kyni. Þeim sendu’ enga blessun hin suðrænu lönd, þær signdi’ ekki Grikkja né Rómverja hönd, en einmitt í norðri, við Islands strönd, þær áttu’ hina beztu og tryggustu vini. Og þegar af landi því ljóminn sá stóð, sem lagði af sögum og frægðaróð og jöklanna tign og af jöklanna glóð og Jötunheimum — í veru og anda, þá suður um hafflötinn bjarmanum brá og hirtunni varpaði »sæljónin« á, svo heimurinn undrandi einnig sá hvar eyjanna kambar úr hafinu standa.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.