Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1905, Side 39

Skírnir - 01.01.1905, Side 39
Færeyjar. 93 Þið hnarreistu steinljón, sem straumanna drif og stormanna afltök og hretanna svif með brjóstunum kljúflð — og klettanna rif sem knálegan hramm út í djúpið teygið. Já, hvessið þið sjónirnar, horfið þið hátt! Því hvað er þó djarflegra’ en norðrið svo blátt, og þar — já, einmitt í þessari átt þá þrautbeztu og tryggustu vini þið eigið. Því þar verndar Eykonan, aldin og fríð, sitt öndvegis sæti frá gamalli tíð, með úthafsins hressandi andhlæ um lilíð og yfir sér blikvendi norðlæga geimsins. Þar rís hún úr myrkvanum, mikil og liá, með minninga gull kringum jökianna gljá, með tign og með dirfð yfir drotningarbrá og dregur á ný til sín athygli heimsins. Já — er hún ei göfug og er hún ei frjáls, með örvandi hreim þessa forna máls, sem vermist af hitastraum hugarins báls og hrynur í stuðla í framsóknarkvæðum ? - Þið hafið ei þekt hennar þungbæru ár með þrautir, með kúgun, með blóð og með tár, þau ár, sem á brár hennar settu þau sár, er svella og brenna í niðjanna æðum. Þið þektuð ei heldur þá hörmungatíð, er himinn og jörð henni boðuðu stríð, þá ís þakti djúpið, og hjarn þakti hlíð og helgreipum spenti’ hana vetrarins hvelfing. Þið þektuð ei árin, þá eldmóðan blá, sem óblessun guðs yfir jörðunni lá, þá döggin var eitruð og deyddi hvert strá og dalirnir föðmuðu vonleysi’ og skelfing.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.