Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1905, Page 40

Skírnir - 01.01.1905, Page 40
40 Færeyjar. En raunirnar stæla — því hugur og hönd fær hörku og kjark til að vinna sér lönd, og vöðvarnir hniklast uns bresta öll bönd og brýrnar fá sviprún og hvarmarnir gneista. — Og þið hafið einnig þekt örbyrgð og stríð og örin þið berið fi’á horfinni tið, og hafið þekt lævísi, læging og níð og lært — eins og við — ykkur sjálfum að treysta. Þið smásystur íslands, eg ann ykkur heitt, þið oft hafið huga minn laðað og seitt og inn í gripasöfn andans leitt full ágætra mynda og þjóðlegra sjóna. Mörg eign er þar frumleg óg Islandi lík; — og alþýðuharpan þar líka slík sem lieima, — svo dul, en svo hugmvndarík með hjartnæma, sorgblíða alvörutóna. Þið ættuð að standa við íslands strönd, sem öndvegisbríkur hjá jökulsins rönd. - O, gæti eg liöggvið öll helsi og bönd, sem hug ykkar toga til annara þjóða! 0, gæti eg fært ykkur feðranna mál, svo frjálslegt, svo mjúkt eins og boganna stál og vakið til trúar og trausts hverja sál með tignarstaf landsins míns fegurstu ljóða. Júní 1904. (4. M.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.