Skírnir - 01.01.1905, Page 41
Mels R. Finsen.
Niels R. Finsen and-
aðist í Kaupmannahöfn
24. sept. síðastliðinn, 4H
ára að alcþ’i, eftir lang-
varandi vanheilsu. Þótt
aldur hans væri ekki hærri,
var hann orðinn heims-
frægur maður, og mun nafn
hans ómáandi í sögu læknis-
fræðinnar.
Hér skal geta að
nokkru æfiatriða þessa
merkismanns, sem var hug-
ljúfi hvers þess sem kynt-
ist honum, en vann mann-
kyninu öllu stórmikið gagn með vísindalegri starfsemi
sinni. Það ætti Öllum að vera ljúft, að geyma minningu
hans, ekki sízt oss Islendingum, frændum hans.
Niels Finsen fæddist 15. desember 1860 í Þórsliöfn á
Færeyjum. Þá var faðir hans, Hannes Finsen, amtmaður
þar á eyjunum. Hannes var af íslenzkri ætt alkunnri,
sonur Olafs Finsen landfógeta, Hannessonar biskups, Finns-
sonar biskups, .íónssonar prófasts í Hítardai Halklórssonar,
en bræður Hannesar voru Vilhjálmur Finsen hæstaréttar-
dómari, Jón Finsen stiftslæknir og Oli Finsen póstiiieistari.
I ætt hans hafði þá vakað í marga liði visindalegur áhugi,
og það virðist óhætt að telja vísíndamannsnáttúru Niels-