Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1905, Page 43

Skírnir - 01.01.1905, Page 43
Niels R. Finsen. 43 geislum burt' frá bólusjúkum með því að láta ekkert annað ljós en rautt komást að þeim. Þetta ruá gera með því að hengja rauðar voðir fyrir glugga og lmrðir. Þeir hlutir sem rauðir eru, bera einmitt þann lit af því að þeir senda eingongu rauða ljósgeisla út frá sér, eða slep]>a þeim gegn- um sig, éf þeir eru gagnsæir. M(‘ð aðferð þessari komast þá éngír fjólulítir geislar að sjúklingunúm. Þessi aðferð héflr reynst mætavel, ef henni verður við komið þegar í byrjun veikinnar. Það grefur lítið eða ekki i bólunum og örin verða lítil eða engin. Greinar Finséns um þessi efni báru nafn hans víða, og menn tóku eftir orðum hans og gáfu þeim gaum, þegar bann skömmu síðar hélt lengra áfram með ljóslækningar sínar. Mönnúm var það kunnugt áður en Finsen hóf rann- sóknir sínar, að sólarljósið Leflr skaðleg áhrif á ýmsar bakteríur, en hafði ekki hugkvæmst að reyna að færa sér þessa vitneskju í nvt til lækninga. Finsen kom til hugar, að það hlyti að vera unt að nota ljósið einnig til þess að drepa bakteríur, sem komnar voru inn í holdið, og lækna á þann hátt sjúkdóma, sem þær valda þar. Hann vildi reyna þetta á einhverjum bakteriusjúkdómi, sem erfltt væri að lækna, svo að ekki gæti leikið efl á, að þetta væri ljósinu að þakka, ef honum tækist að lækna hann. Til þessa valdi hann þann sjúkdóm, sem er kall- aður lúpus á læknamáli. Hann er nokkurs konar berkla- veiki í skinninu, oftast i andlitinu, og afskræmir sjúkling- aúa ákaflega, þv'í að hann étur oft burt nefíð og varirnar, ef hann fær að komast á hátt stig og ekki verður aðgert. Og jafnvel þótt læknum t 'kist stundum að lækna veikina, að svo miklu leyti að sárin greru, þá voru allajafna frá- munaleg lýti að örunum. Finsen langaði til að gera lækningatilraunir við þessa veiki með ljóslækningum, og auðmenn 2 danskir veittu hon- um fjárstyrk til þess. Tilraunirnar gengu framar öllum vonum, og innan skamms fekk hann ríflegaú styrk af opin- beru fé og gat fært út kvíarnar. Það var sett á stofn

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.