Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1905, Side 45

Skírnir - 01.01.1905, Side 45
Niels R. Finsen. 45 ileiri en íslenzka góðskáldið tekið eftir því/að sólin »fjörgar, gleður. fæðir alt«, og Finsen gerði ýmsar tilraunir til þess að grenslast eftir hvernig sólarljósið hefði þessi hýrgandi og fjörgandi álirif, og sýndi fram á, að þau eru ekki svo mjög að þakka hitanum, sem er því samfara, eins og kemisku geislunum. Hann gerði sér jafnan von um, að sér mundi takast að kenna mönnum að færa sér í nyt. sem læknisdóm, þetta hressandi afl sólarinnar. Þetta tókst honum raunar ekki, en sé það satt, að hálfnað sé verk þá hafið er, þá má að vísu vænta hins bezta, og áfram verður starfað á »ljósstofnun Finsens«, þótt sjálfur sé hann horfinn, og hæpið hvort eftirmennirnir verði eins fund- vísir og hann. Starf Finsens varð síðari árin mjög svo í molum vegna vanheilsu hans, sem hann hafði kent snemma á stúdentsárunum, ef til vill fyrr. Hann tafðist livorki við kenslu né lækningar, þvi að- stoðarmenn hans á stofnuninni stunduðu sjúklingana, en tafirnar, sem heilsuleysi hans olli, voru livorki fáar né smáar. Sjúkdómur hans var vatnssýki, sem stafaði frá nokkurs konar hjartasjúkleik. Hann stundaði sjálfan sig og sinn sjúkdóm svo vel, að hann fann upp lækningar- aðferðir, sem lengdu líf hans sjálfs miklu lengur en vænta mátti og sem geta komið öðrum sjúklingum að notum. Hann gekkst fyrir því að setja á stofn sjúkrahús til að stunda þess konar sjúklinga og með þeirri aðferð, sem hafði gefist honum sjálfum vel. í öllu þessu komu fram bæði hans einkennilegu gáfur og mikla þrek, mannkærleiki og sjálfsafneitun. Gáfur hans voru ekki námsgáfur. Hann var ekki »lærður« maður, sem hafði lagt kynstur af annara manna uppgötvunum á minnið. En hann var djúpt hugsandi. Hann vildi sjálfur reyna að prófa þær uppgötvanir ann- ara, sem hann gerði sér að umhugsunarefni, og ef honum virtust þær ónógar og ófullkomnar, þá leitaði hann að nýjum. Gáfur hans komu hvergi ljósar fram en í því, hve vel honum lét að gera tilraunir, leggja spurningar

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.