Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1905, Page 48

Skírnir - 01.01.1905, Page 48
Líkbrensla. Dauðinn er öllum viss — svo mikið vitum vér t'ram í ókonma tímann. Enn fremur vita tiesfir, að þeir eiga að fara niður í moldina eftir dauðann, og margir eru þeir, sem eiga bágt með að fella sig við aðra hugsun en þá, að verða jarðaðir í vígðri mold, til þess að líkaminn geti rotnað þar líkt og líkamir ættingja og ástvina, sem þang- að eru komnir á undan. Svo rótgróinn er þessi siður, að jarða líkin. Frá því eg fvrst man eftir, hefi eg haft andstygð á jarðarförum og líkgreftri. Þegar eg var lítill drengur var eg oft á vakki þegar verið var að taka gröf í Oddakirkjugarði. Mér þótti einkennilegt að sjá allar hauskúpurnar og mannabeinin, sem glömruðu undir rek- unum og komu upp á yfirborðið, og svo það, sem var ógeðslegra, hálfrotnaðar holdtægjur, fingur og tær með nöglunum dinglandi hálflausum. Og einu sinni sýndi einn líkmaður mér stóran köggul, gulleitan eins og ost. Hann sagði mér, að þetta væri mannsístra. Svei, svei, hugsaði eg, og óskaði mér að eg yrði aldrei mjög feitur. Og svo þessi kalda, djúpa gröf; stundum var vatn á botninum, svo að kistan flaut nærri því, þegar niður kom, en vatnið skvettist upp um veggina. Það var sagt, að ekki ósjaldan legðust kettir á náinn og yrðu hreinir villikettir, græfu sig niður að likunum, rifu þau í sig og yrðu spikfeitir, loðnir og grimmir. Þegar köttui’inn á næsta bæ — sem eg þekti vel - - hafði horflð skyndilega og eg heyrði seinna ámátlegan kattasamsöng eitt kvöld úti í kirkjugarðinum, var eg ekki lengur í vafa um, að sagan væri sönn, og eg trúi henni hálfvegis enn. Rétt fyrir utan kirkjugarðinn

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.