Skírnir - 01.01.1905, Side 51
Líkbrensla.
51
er látið niður í jörðina eins og útsæði fyrir nýjar pestir
og drepsóttir, sem síðar geta ásótt aðra. Á sjúkrahúsum
eru hrákar tæringarveikra brendir til, að útrýma sótt-
kveikjunni, en lík þeirra eru grafin, þó þau geymi í sér
ótal fleiri bakteríur, sem menn nú vita að geta leynst lif-
andi i jörðinni langan tíma og sýkt menn og dýr síðar.
Menn hafa fyrir löngu tekið eftir því, að óholt var
að grafa líkin inni í kirkjunum undir kirkjugólfinu eins og'
áðui' tiðkaðist og hefir það því verið bannað um langan
aldur í ýmsum löndum. Reynslan hafði sýnt, að loftið
eiti'aðist og kirkjurnar urðu með því móti hrein pesthæli.
Enn fremur tóku menn eftir því, að heilsufar í borg-
unum var verst í nánd við kirkjugarða. Þegar slæmir
sóttnæmir sjúkdómar gengu, var það segin saga, að þeim
var hætta búin, sem bjuggu umhverfis kirkjugarðaria.
Menn fóru því að flytja kirkjugarðana út í útjaðra borg-
anna í þeirri trú, að óheilnæmi þeirra væri eingöngu að
kenna skaðvænum loftefnum, sem legði upp frá þeim. En
eigi leið á löngu áður en bæirnir uxu og teygðu sig út
fyrir nýju kirkjugarðana.
Það er fyrst fyrir skönnnu, að tekist hefir að leiða
ótvíræð rök að því, hvernig stendur á óheilnæmi kirkju-
garða. Þegar nægar sannanir höfðu fengist fyrir því, að
hinir svo nefndu sóttnæmu sjúkdómar væru að kenna
bakteríum, svo sem t. d. miltisbrandur, taugaveiki, svarti
dauði, kólera, tæring o. s. frv., vaknaði grunur um, að
bakteríurnar gætu haldið áfram að lifa eftir lát sjúkling-
anna og gætu þannig safnast fyrir í moldinni og valdið
sóttum síðar meir. Pasteur, hinn frægi franski vísinda-
maður, sannaði þetta með tilraun er hann gjörði. Hann
gróf niður skepnur, sem höfðu dáið úr miltisbrandi, og lét
síðan 12 árum seinna halda kindum á beit þar sem hræin
höfðu verið grafin. Þegar kindurnar höfðu bitið grasið
nokkra daga sýktust þær og dóu úr miltisbrandi. Bakterí-
urnar höfðu þannig lifað tólf ár í jörðinni og hafa að lík-
indum flutst upp úr moldinni með ánamöðkum.
4*