Skírnir - 01.01.1905, Side 52
52
Likbrensla.
Siðan hafa ýmsir sýnt fram á að svo er og um
aðrar bakteríutegundir.
Taugaveikisbakteríur geta t. d. að minsta kosti lifað
alt að 5 mánuðum niðri í moldinni, án þess nolckra aftur-
för sé að sjá hjá þeim.
Tæringarbakteríur hafa fundist í líkum 2l/2 ári et'tir
greftrun, með öllum lífseinkennum óskertum.
Hollenzkir og japanskir læknar hafa veitt þvi eftir-
tekt austur í Asíu, að baAi svarti dauði og kólera geta
gosið upp og sýkt þá erfiðismenn, sein grafa og róta upp
þeirri mold þar sem mörgum árum áður höfðu verið jarð-
sett lík manna er dáið höfðu úr þessum sjúkdómum.
Svona má nefna mörg fleiri dæmi.
Enn fremur hefur sannast, að bakteríurnar geta borist
býsna fljótt og langar leiðir með vatnsæðum í jarðvegin-
um og eitrað vatnið í brunnum, en auk þess geta ormar,
lirfur og ánamaðkar flutt bakteríur upp á yfirborðið og
boiið með sér sóttnæmi til dýra og manna. Þunnar tré-
kistur, þó þær séu úr »heilum borðum samanreknar«, fúna
fljótt og megna aðeins stutta stund að halda bakteríunum
í skefjum.
Það er því eigi að undra, þó farinn sé að vakna meiri
áhugi á líkbrenslu en áður.
I öllum stórbæjum í Evrópú og Ameríku eru nú lík-
brensluofnar, og á Englandi eru einnig líkbrensluofnar í
öllum helztu hafnarbæjum, og er skipað með lögum, að
brenna öll þau lík sem dáið hafa úr mjög næmum sjúk-
dómum, svo sem kóleru og svarta dauða. Svipað laga-
frumvarp lieflr nú komið fram i ríkisþingi Dana, og er
líklegt, að það verði samþykt í einu hljóði.
Líkbrensla er gamall siður, seni hefir verið algengur
víða í Asíu frá því menn hafa sögur af. Þar sem hitinn
er mikill, rotna lík fljótt og eitra loftið, og er þvi eigi að
undra, þó siðurinn næði mikilli útbreiðslu í öllum heitari
löndum.
Forfeður vorir á Norðurlöndum brendu einnig líkin,
en sá siður hefir algjörlega lagst niður með kristninni.