Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1905, Page 65

Skírnir - 01.01.1905, Page 65
Willard Fiske. 65 En er hann kom að erinclunum tveim á undan tveim inum síðustu, þá tók eg et'tir breyting á rómnum, og er hann las þessi oi’ð: For of all sad words of tongue or pen, the saddest are these: „It inight have been“*), þá leit ég upp og sá, að tárin blikuðu í augum hans. Og þá skildi ég i sömu svipan, að þessi maður hat'ði revnt ástar-mótlæti, en elskaði þó enn. Sex-sjö árum síðar skildi ég þetta alt betur. Willard Fiske var t'æddur 11. Nóvember 1831 í Ellis- burg í New Jersey-ríki, skamt frá New York borg. Hann var settur til náms og mun hafa tekið það háskólapróf (M. A.), er næst samsvarar kandídats-prófi í heimspeki á Norðurlöndum. Snemma hneigðist hugur hans að norrænu-námi, en þá var enginn kostur kenslu í þeim fræðum í Vesturheimi og þvi fýsti hann að komast til Norðurlanda. Hann var þó víst félítill til þeirrar t'arar, og svo sagði mér Gísli Brynjúlfson, að hann hefði ráðist skutilsveinn á skip, er til Kaupmannahafnar fór, og fengið sér þannig fari. Þetta var 1849. Það sagði Fiske mér sjálfur, að Islendingar i Höfn, einkum Gísli Brynjúlfson, hefðu lesið með sér íslenzku og kent sér svo málið, og tók Gísli að minsta kosti enga borgun af' honum. Að öðru leyti hafði hann ofan af fyrir sér með því að kenna ensku. Ari síðar fór hann til Svi- þjóðar og stundaði þar norrænu málin við Uppsala-háskóla. 1852 hélt hann heim til ættjarðar sinnar aftur og varð nú bókavörður í 7 ár. En 1859—1860 varð hann ritari land- fræðifélagsins í Vesturheimi. 1861—63 var hann aðstoðar- maður (attaché) sendilierra Bandaríkjanna í Vínarborg. Ferðaðist síðan til Egiptalands og þaðan til Palestínu (lands- *) þ. e. Því að af öllum raunalegum orðum tungu eða penna eru þessi orð raunalegust: „Það hefði getað orðið“.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.