Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1905, Side 68

Skírnir - 01.01.1905, Side 68
€8 Willard Fiskv; og það endurtók hann oft í hré'uni síðan. Vöniskifta- verzlunin, bankaleysið og firðritaleysið þóttu hQiium þá verstu þjóðarmein vor, og benti hann á, hversu ástandið á Hjaitlandi hefði í þessu efni fyrir ekki all-löngu verið nær alveg eins og hjá oss, og hversu landið hefði bló ngast stórkpstlegai síðan bætur vóru þar ráðaar á þeini meinurn. Fiske hafði inikla trú á a.uðsuppsprettum ísla-nds og að það ætti mikla efnalega framför í vændum, hreina endurfæðing, og það bráðlega. Því þykir mér óliklegt, að »B. jVL« hafi rétt eftir honum í »Þjóðólfi«, ,er hann lætur liann segja: »Þá er England hefir eytt öllum kolum sin- um, taka fossarnir á Islandi að vinna«. Nei, hann bjóst við, eins og allir heilyita menn, að fossarnir á Islandi tækju til að vinna :.ú þegar, en ekki þá fvrst, er kol vært þrotin á Englandi eftir þúsundir eða tugaþúsundir ára. Þá er Fiske fór til íslands vorið 1879, hafði hann fengið langt orlof frá háskólanum, því að hann fór héðan suður urn lönd og ætlaði að koma heim liaustið 1880. Veturinn 1880—81 var ég í Kaupmannahöfn og fékk ég þá bréf frá honum frá Berlín, þar sem hann segir mér frá að hann sé trúlofaður og, býður mpr í brúðkaup sitt, er átti að standa þar eftir fáa daga hjá sendiherra Banda- ríkjanna, Andrew I). White; hann hafði áður verið for- stjóri Cornell-háskóla og var aldavinur Fiske’s. Ég hafði, því miður, ekki tök á að þiggja boðið. En nú skal ég geta lítið eitt um ástar-ævintýr hans *og hjúskap. EzraCornell, amerískur milíónari, hafði stofnað Cornell- -háskólann í íþaka 1868 og gefið nokkrar milíónir dollara til þess, Cornell átti frændkonu (systurdóttur ?), er hét Jennie M’Graw. Hvort hún var fósturdóttir hans eða ekkj,, veit égiekki með vissu; en Cornell hafði arfleitt hana að miklu ,að eignunt sínum eftir sinn dag. LTm 1869 tók Fiske að fella ástarhug til hennar, og, varð sú ástríða brátt að þeim eldi, er aldrei sloknaði i hjarta hans síðan til dauða-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.