Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1905, Page 73

Skírnir - 01.01.1905, Page 73
Willard Fiske. 73 Enginn útlendingur, sem ekki hefir ílengst hér, hefir þekt eins vel til Islands og Fiske. Enginn útlendingur hefir verið réttorðari í oliu, er hann reit um Island. Eng- inn útlendingur né Islendingur hefir sýnt Islandi jafn- -rnikla rausn í höfðingsgjöfum. Enginn útlendingur, og fáir íslendingar, hafa haft svo bjargfasta trú á framtíð íslands, og enginn útlendingur unnað því svo heitt sem próf. Willard Fiske. Willard Fiske var doktor í heimspeki (í heiðurs skyni); hann var heiðursfélagi ins ísl. Bókmentafélags, og vafa- laust hefir hann verið heiðraður af fleiri félögum. Italíu- konungur hafði veitt honum heiðursmerki, og riddari varð hann loks af Dannebrog 1902. Má vel vera, og líklegt, að hann hafi haft fieiri heiðursmerki; um það er mér ókunnugt. En fegursta og endingarbezta heiðursmerki hans er minningin um það sem hann var og gerði. Jón Ólafsson.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.