Skírnir - 01.01.1905, Blaðsíða 76
Útlendar fréttir.
reiðir við, sem von var, og hétu að hefna þessa á flota Rússa, ef
stjórn þeirra beiddist ekki afsökunar og greiddi fullar skaðabætur
fyrir spillvirkin. Eftir mikla vafninga sættust þeir á, að máliS
yrði útkljáS af kjördómi í París, en sá dómsúrskurður er ekki fall-
inn enn. En mikiS skop hefir verið gert að rússnesku flotaforingjun-
um fyrir þetta tiltæki og þykir lítil ástæða veriS hafa til að ótt-
ast fyrirsát Japana á þessu svæði. Þegar siðast fróttist til Eystra-
salts-ílotans, var hann við Madagaskar.
Japansmenn sóttu Port Arthúr af miklu kappi. Tókst þeim
smátt og smátt að ná yztu virkjunum, en því fylgdi í hvert sinn
gífurlegt manntjón, því virkin voru mjög torsótt, og Rússar vörð-
ust hraustlega. 55 þús. manna voru í borginni alls þegar umsát-
iu hófst. 13. des. náðu Japansmenn Kiukvanvirki, en þaðan gátu
þeir skotið yfir borgina og höfnina. Eftir það tók vörnin að lin-
ast frá Rússa hálfu; þá var og Kondratenkó hershöfðingi fallinn,
er næstur gekk Stössel yfirforingja að völdum, og taliun er nú hafa
ráðið mestu um vörnina. A nýársdag gafst Port Arthúr upp. Þar
fengu Japansmenn stórmikið herfang: 59 föst virki, ógrynni skot-
færa og hertýgja, stærri og smærri, um 2000 hross og 35 gufuskip
á floti, auk allra þeirra sem liggja sokkin í höfuinni. 10 þús.
höfðu fallið af Rússum meðan á umsátinni stóð, en 14 þús. lágu í
sárum í sjúkrahúsum. Allir hinir, sern uppi stóðu, urðu fangar
Japana. Foringjunum var þó leyfð heimför gegn drengskaparlof-
orði um að taka ekki framar þátt í ófriðinum og skriflegu heitorði
Rússakeisara sama eftiis. Meðan á umsátinni stóð hlaut Stössel
yfirforiugi alment lof fyrir hreystilega vörn. En síðan hann gafst
upp hefir vindurinn snúíst svo, iS honum er jafnvel britgðið um
að hafa selt höfnina í hendur Japönum löngu fyr en þörf gjörðist,
Kondratenkó þakkað, hve hreystilega var varist meðan hans naut
við, en Stössel stefnt fyrir herdóm heima á Rússlandi til að verja
þar gjörðir síuar. Vel má þó vera að hann só hafður fyrir rangri
sök. Af Japönum er talið að fallið hafi í umsát.inni 11 þús., en
44 þús. særst meira og minna. Nú, þegar Port Arthúr er fallin,
geta Japanir snúið hernum, sem þar hefir verið bundinn, við umsát-
ina, uorður til liðs við meginherinn. Floti þeirra þarf ttú eigi
heldur lengur að vera þar á verði, og hafa þeir haldið honum suð-
ur fyrir Asíu og ætla að mæta þar Eystrasaltsflota Rússa. Er bú-
ist við næstu sjóorustu þar einhverstaðar í höfunum.
Landherir beggja þjóðanua hafa setið í vetrarherbúðum skamt
fyrir suntian Múkden. Þar fellur Húná til suðvesturs og eru her-