Skírnir - 01.01.1905, Blaðsíða 84
84
Ritdómar.
Þorsteinn Gislason: Nokkur kvæði. Rvík 1904. [Prentxmiðja. Reykja-
vikur].
Kverið lætur lítið yfir sér. Það er 64 bls. í litlu broti, í því
eru 30 frumkveðin kvæði og stökur og 13 þj'dd kvæði. Eti beztu
sötigfuglarnir eru oft litlir vexti og yfirlætislausir. Vér metum þá
eftir röddinni, eti ekki eftir stærð þeirra og státi. Og í þessu kveri
er hver tónn skrer og fagur. Skáldið kvtður hér eins og þeir sem
bezt hafa kveðið um unað vorsins og sumarsins, um himiiiinn, sól-
skinið, skóginn og fuglasönginn. Nálega helmiiurur kvæðanna er
um þessi yrkisefni. I þeirn andar
»sunnanvindur sumarhl vr,
sól og vor um allan dalinn«,
og það er sem vér heyrum er
»fuglinn syngur sumarlag
í sóltitrandi bláinu«.
Allir læra uudir eins vísutia um vorhimininn:
Þú ert fríður, breiður, blár
og bjartar lindir þínar;
þú ert víður, heiður, hár
sem hjartans óskir mínar.
A sumum kvæðunum er þjóðvísublær og eru þau hvað bezt: »Svarti
fuglinn«, »Við hafið«, »Hrafninn«; í þeim er þjóðvísuuggur og
þjóðvísuþrá.
Einkennilegt og alvöruþrungið er kvæðið »Guðrún«. Þá eru,
og kvæðin »Grafskrift« og »Eftirmæli« sérkennilegar og snjallar
lýsingar.
Þ/ðingarnar eru góðar. Þó kann eg ekki við að þ/ða »Træet«
f kvæði Björnsons með »Björkin«, því björk merkir birki, og aldin
bjarkarinnar er örsmá hnot, óæt með öllu og óboðleg ungri stúlku.
Af ógáti hefir 6. erindið í kvæðinu »Upp yfir fjöllin háu« fallið
burtu í prentuninni (»Mun eg þá aldrei, aldrei ná« osfrv.).
Eg efast ekki um að kvæði þessi afli sér og höf. margra vina,
og það eiga þau skilið. G. F.