Skírnir - 01.01.1905, Qupperneq 95
95-
Hitt og þetta.
Darwínskenning og mannkynbætur.
Fyrir skömmu var mjög einkennilegt, brúðkaup haldið í Perm, norð-
austan til á Kússlandi. Kússnesk blöð segja svo frá, að það færi fram
á stórbýli auðmanns nokkurs, er Raschatnikow heitir; honum er mjög
hugarhaldið um kenningu Darwíns, einkum það atriðið, hvort hægt só
að bæta mannkynið með úrvali. Hann hefir varið allmiklu fé til þess
að fá vísindalega rannsókn á þessu máli, og brúðkanpið sem hér var
getið er ein af mörgum líffræðilegum tilraunum, sem hann hefir gert til
þess að koma upp kynstofni fagurra og fullkominna manna. Fyrir
vinnufólk á búgarði sinum tekur hann eingöngu menn og konur sem eru
afbragð annara og hin hraustustu, og öll eru hjúin frábær að lýtalausri
líkamsfegurð. Meðal þessa fólks stofnar hann svo sjálfur hjúskap með-
þeim hætti, að hann sér um að þeir sveinar og þær meyjar sem líklegust
eru til að eignast efnileg afkvæmi nái saman og giftist. Með þessum
hætti hefir hann smámsaman komið sér upp heilum hóp af forkunnar-
fögru fólki, og er búgarður hans viða frægur. Tii þessa dags hefir hann
git't 40 fyrirmyndarhjón, og hafa þau þegar eignast yfir 100 einkar-fögur
börn. Drengirnir eru þrótturiun og heilbrigðin sjálf og stúlkurnar imyndir
fegurðar og yndisþokka. Af annari kynslóðinni sem Rasehatnikow hefir
komið upp eftir sínu höfði, voru brúðhjónin, sem áður voru nefnd, þau.
fyrstu sem hann hefir samtengt, og eiga þau nú að sjá honum fyrir nýrri
kynslóð fyrirmyndarmanna, er verður sú þriðja. Brúðguminn var bóndi,
Wasiliew að nafni, fullkominn Antonius að æskufegurð, og brúðurin var
töfrafríð stúlka, 18 ára að aldri. Brúðhjónunum var ekið til kirkjunnar
í skrautvagni stórbóndans sjálfs, og gaf hann þeim i heimanmund dálítið
hús einkar unaðslegt og fylgdi því akurland. Auðvitað hélt húsbóndinn
líka veizluna, og Raschatnikow mælti sjálfur fyrir minni „annarar kyn-
slóðarinnar11.
Þýtt úr „Frem“ af
G. F.
Úr lýsing á Sauðlauksdalskirkju 26. mai 1766
eins og Björn prestur Halldórsson liafði látið byggja hana árið 1765.
1.
.... Dálítil brik er fyrir hverju sæti, en stærri fyrir þeim instu á
báðar hliðar; þau hafa og svo bakslár, en hin ekki. Er það insta karl-
mannamegin ætlað fyrir fróma bœndur, sem ekki hafa sæti í kór;
annað fyrir mannvœnlegustu sveina; þá fyrir kotunga; þá tvö fyrir
velkynta vinnumenn; þá eitt fyrir smábœnda syni; þá enn tvö fyrir
miður kynta vinnumenn; þá í fremsta gólfi eru engin sæti; nema
bekkur með brik við kirkjudyr; standa þar eður sitja reglulaust þeir
k